Mugison fer í Icesave-tónleikaferð 2. desember 2008 05:00 Tónlistarmaðurinn Mugison er á leiðinni í Icesave-tónleikaferð um Evrópu. „Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus." Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus."
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira