Hjaltalín hita upp fyrir Cold War Kids 21. nóvember 2008 07:00 Hljómsveitin Hjaltalín er á leiðinni í tónleikaferð með Cold War Kids. Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“