United náði efsta sætinu þrátt fyrir jafntefli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 21:38 Carlos Tevez fékk fjölda tækifæri til að skora í kvöld en hér á hann í baráttu við Kasper Risgard, leikmann Álaborgar. Nordic Photos / Getty Images Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira