Bjart yfir kafbátasmíði Íslendinga Óli Tynes skrifar 18. september 2008 13:15 Það þarf ekki nema einn mann til að sjósetja Gaiva. MYND/Hafmynd Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada. Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada.
Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira