Ókeypis rafmúsik 20. nóvember 2008 06:00 Halló, hér erum viÐ! Sveinbjörn Biogen stendur á bakvið safnplötuna Weirdcore. „Við höfum haldið mánaðarleg tónleikakvöld undir nafninu Weirdcore þar sem við höfum safnað saman þeim sem eru að gera eitthvað að viti í rafmúsík," segir Sveinbjörn Þorgrímsson, Biogen. „Okkur fannst kominn grundvöllur til að stíga næsta skref og gera safnplötu. Og miðað við ástandið í plötuiðnaðinum fannst okkur sniðugast að gefa plötuna bara á netinu. Aðalmálið fannst okkur að kynna músíkina og segja: Halló, hér erum við!" Á plötunni eru ellefu lög, bæði með þeim sem tekið hafa þátt í Weirdcore-kvöldunum og andlega skyldum vinum og kunningjum. „Við eigum marga tónlistarmenn á heimsmælikvarða og svo er þetta líka grundvöllur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor. Okkur fannst mikilvægt að halda utan um þetta og koma þessu af stað, enda eru raftónlistarmenn ekki þekktir fyrir að vera mjög framkvæmdaglaðir," segir Sveinbjörn. Meðal flytjanda eru Plastik, Skurken, Tonik, Bix og Dr. Mister. Plötunni má hlaða niður ókeypis af netfanginu www.weirdcore.com. Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við höfum haldið mánaðarleg tónleikakvöld undir nafninu Weirdcore þar sem við höfum safnað saman þeim sem eru að gera eitthvað að viti í rafmúsík," segir Sveinbjörn Þorgrímsson, Biogen. „Okkur fannst kominn grundvöllur til að stíga næsta skref og gera safnplötu. Og miðað við ástandið í plötuiðnaðinum fannst okkur sniðugast að gefa plötuna bara á netinu. Aðalmálið fannst okkur að kynna músíkina og segja: Halló, hér erum við!" Á plötunni eru ellefu lög, bæði með þeim sem tekið hafa þátt í Weirdcore-kvöldunum og andlega skyldum vinum og kunningjum. „Við eigum marga tónlistarmenn á heimsmælikvarða og svo er þetta líka grundvöllur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor. Okkur fannst mikilvægt að halda utan um þetta og koma þessu af stað, enda eru raftónlistarmenn ekki þekktir fyrir að vera mjög framkvæmdaglaðir," segir Sveinbjörn. Meðal flytjanda eru Plastik, Skurken, Tonik, Bix og Dr. Mister. Plötunni má hlaða niður ókeypis af netfanginu www.weirdcore.com.
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira