Það sem ekki má Hallgrímur Helgason skrifar 21. júní 2008 08:00 Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun
Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson)