Aðgerðir ráðast af skynsemi og nauðsyn 17. september 2008 00:01 Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi. Hver hefði trúað því að stofnun á borð við Lehman Brothers yrði gjaldþrota? Banki sem í ríflega hundrað ár hefur lifað kreppur og heimsstyrjaldir en er stærsta fórnarlamb undirmálslánakreppunnar til þessa. Markaðurinn skýrði frá því á forsíðu Fréttablaðsins í gær að erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims væru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir teldu nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig væri töluverður gangur kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Eins væru aðaleigendur Landsbankans og Straums með sameiningu til alvarlegrar skoðunar. Þetta eru eðlileg tíðindi. Þau koma til viðbótar vangaveltum um framtíð nokkurra sparisjóða sem glíma við lausafjárskort og hafa sumir kosið að sameinast öðrum fjármálastofnunum eða hreinlega neyðst til þess. Víst er að frekari sameiningar eða yfirtökur eru fram undan á þeim bænum. Aðgerðir í hagkerfi nútímans ráðast nefnilega hvort tveggja af skynsemi og nauðsyn. Margir hafa lengi talið að íslenskar fjármálastofnanir séu of margar og ná megi fram hagræðingu með samruna og yfirtökum. Nú hefur rík nauðsyn bæst við í grunn röksemdafærslunnar og þá verður væntanlega ekki að sökum að spyrja. Í því tilliti er hins vegar rétt að hvetja hið opinbera, bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, til að gæta þess að hamla ekki nauðsynlegum samrunum og hætta þar með á að einstök fyrirtæki gefist upp. Athyglisvert er í því sambandi að hafa í huga að samruni risafyrirtækjanna Bank of America og Merrill Lynch hefði verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlitsstofnunum. Á það hefur verið bent, að hér geti tekið margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum með tilheyrandi kostnaði og töfum. Undir þetta skal tekið. Vonandi afgreiðir Samkeppniseftirlitið sem fyrst samruna Kaupþings og SPRON, svo óvissu varðandi framtíð síðarnefnda félagsins megi eyða. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur enda hvatt sérstaklega til samruna fjármálafyrirtækja. Að sama skapi er rétt að vitna til orða Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn: „Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“ Frekari vitna þarf varla við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi. Hver hefði trúað því að stofnun á borð við Lehman Brothers yrði gjaldþrota? Banki sem í ríflega hundrað ár hefur lifað kreppur og heimsstyrjaldir en er stærsta fórnarlamb undirmálslánakreppunnar til þessa. Markaðurinn skýrði frá því á forsíðu Fréttablaðsins í gær að erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims væru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir teldu nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig væri töluverður gangur kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Eins væru aðaleigendur Landsbankans og Straums með sameiningu til alvarlegrar skoðunar. Þetta eru eðlileg tíðindi. Þau koma til viðbótar vangaveltum um framtíð nokkurra sparisjóða sem glíma við lausafjárskort og hafa sumir kosið að sameinast öðrum fjármálastofnunum eða hreinlega neyðst til þess. Víst er að frekari sameiningar eða yfirtökur eru fram undan á þeim bænum. Aðgerðir í hagkerfi nútímans ráðast nefnilega hvort tveggja af skynsemi og nauðsyn. Margir hafa lengi talið að íslenskar fjármálastofnanir séu of margar og ná megi fram hagræðingu með samruna og yfirtökum. Nú hefur rík nauðsyn bæst við í grunn röksemdafærslunnar og þá verður væntanlega ekki að sökum að spyrja. Í því tilliti er hins vegar rétt að hvetja hið opinbera, bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, til að gæta þess að hamla ekki nauðsynlegum samrunum og hætta þar með á að einstök fyrirtæki gefist upp. Athyglisvert er í því sambandi að hafa í huga að samruni risafyrirtækjanna Bank of America og Merrill Lynch hefði verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlitsstofnunum. Á það hefur verið bent, að hér geti tekið margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum með tilheyrandi kostnaði og töfum. Undir þetta skal tekið. Vonandi afgreiðir Samkeppniseftirlitið sem fyrst samruna Kaupþings og SPRON, svo óvissu varðandi framtíð síðarnefnda félagsins megi eyða. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur enda hvatt sérstaklega til samruna fjármálafyrirtækja. Að sama skapi er rétt að vitna til orða Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn: „Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“ Frekari vitna þarf varla við.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar