Frábærar viðtökur í New York 13. október 2008 06:15 Ólöf Arnalds á tónleikum sínum í klúbbnum Le Poisson Rouge í New York. Ferð hennar til borgarinnar heppnaðist einkar vel. MYND/Gabi Porter Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel. Fyrstu tónleikarnir voru á tónlistarhátíð á vegum útvarpsstöðvarinnar East Village Radio þar sem Boris og Mark Ronson komu einnig fram. Næst spilaði Ólöf í tónlistarklúbbnum Le Poisson Rouge með Skúla Sverrissyni og fluttu þau lög af plötum sínum Sería og Við og við. Uppselt var á tónleikana og fengu þeir frábæra dóma á hinum ýmsu vefmiðlum og bloggsíðum. Hinn virti útvarpsmaður John Shaefer á WNYC gerði plötum Ólafar og Skúla jafnframt hátt undir höfði og lýsti yfir áhuga á að bjóða Ólöfu í einn af þáttum sínum, New Sounds, þar sem upprennandi tónlistarmenn eru kynntir til sögunnar. Lokatónleika ferðalagsins hélt Ólöf með Sam Amidon og Kríu Brekkan. Hlutu þeir mjög góða dóma í Paste Magazine, sem hafði áður valið Við og við í 38. sæti af hundrað bestu plötum síðasta árs. Ólöf Arnalds vinnur nú að næstu plötu auk þess sem hún mun spila á Womex-heimstónlistarhátíðinni sem verður haldin í Sevilla um næstu mánaðamót. Verður hún fyrsti íslenski tónlistarmaðurinn til að spila á hátíðinni. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel. Fyrstu tónleikarnir voru á tónlistarhátíð á vegum útvarpsstöðvarinnar East Village Radio þar sem Boris og Mark Ronson komu einnig fram. Næst spilaði Ólöf í tónlistarklúbbnum Le Poisson Rouge með Skúla Sverrissyni og fluttu þau lög af plötum sínum Sería og Við og við. Uppselt var á tónleikana og fengu þeir frábæra dóma á hinum ýmsu vefmiðlum og bloggsíðum. Hinn virti útvarpsmaður John Shaefer á WNYC gerði plötum Ólafar og Skúla jafnframt hátt undir höfði og lýsti yfir áhuga á að bjóða Ólöfu í einn af þáttum sínum, New Sounds, þar sem upprennandi tónlistarmenn eru kynntir til sögunnar. Lokatónleika ferðalagsins hélt Ólöf með Sam Amidon og Kríu Brekkan. Hlutu þeir mjög góða dóma í Paste Magazine, sem hafði áður valið Við og við í 38. sæti af hundrað bestu plötum síðasta árs. Ólöf Arnalds vinnur nú að næstu plötu auk þess sem hún mun spila á Womex-heimstónlistarhátíðinni sem verður haldin í Sevilla um næstu mánaðamót. Verður hún fyrsti íslenski tónlistarmaðurinn til að spila á hátíðinni.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira