Tilfinningaþrungin stund fyrir Grant og Lampard 30. apríl 2008 22:22 Grant kraup á kné til að minnast afa síns á helfarardaginn NordcPhotos/GettyImages Avram Grant, stjóri Chelsea, lét tilfinningum sínum lausan tauminn í kvöld þegar hann náði að gera nokkuð sem Jose Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sjónvarpsmenn Sky spurðu Grant strax eftir leik hvort þetta þýddi að Chelsea væri komið með annan "Special One" (sá einstaki) í stjórastólinn og vísuðu í nafnið sem Jose Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við liðinu. "Það er bara einn Special One," sagði Grant í léttum dúr. "Ég er mjög, mjög ánægður að sjálfssögðu. Það er alltaf frábært þegar maður getur skrifað nýja kafla í söguna, sérstaklega hér á Englandi - og hjá Chelsea. Þetta hefur verið frábært í ár. Ég hafði betur gegn frábæru liði Rafa og þú verður að vera mjög klókur á móti honum ef þú ætlar að vinna. Okkur tókst það og því er ég ánægður," sagði Grant, en hann er gyðingur og því var dagurinn í dag honum sérstakur. Í dag er árlegur dagur helfararinnar, dagur þar sem gyðingar minnast þeirra sem féllu í helförinni í stríðinu. Grant féll á hnén eftir leikinn í geðshræringu. "Ég var að sjá þetta í sjónvarpinu aftur og verð að segja að þetta var dálítið hallærislegt," sagði Grant í léttum dúr, en bætti við; "Í dag er helfarardagurinn og ég átti afa sem féll í helförinni og var því að minnast hans. Þetta var tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig," sagði Grant. Hann var ekki sá eini sem átti tilfinningaþrunginn dag, því Frank Lampard skoraði til minningar um móður sína sem lést á dögunum. "Frank var einn af okkar bestu mönnum í dag og gaf allt sem hann átti. Það sýnir hve mikla virðingu hann ber fyrir liðinu að hann skuli hafa átt slíka frammistöðu og ég er eiginlega orðlaus," sagði Grant. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira
Avram Grant, stjóri Chelsea, lét tilfinningum sínum lausan tauminn í kvöld þegar hann náði að gera nokkuð sem Jose Mourinho tókst aldrei - að koma Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sjónvarpsmenn Sky spurðu Grant strax eftir leik hvort þetta þýddi að Chelsea væri komið með annan "Special One" (sá einstaki) í stjórastólinn og vísuðu í nafnið sem Jose Mourinho gaf sjálfum sér þegar hann tók við liðinu. "Það er bara einn Special One," sagði Grant í léttum dúr. "Ég er mjög, mjög ánægður að sjálfssögðu. Það er alltaf frábært þegar maður getur skrifað nýja kafla í söguna, sérstaklega hér á Englandi - og hjá Chelsea. Þetta hefur verið frábært í ár. Ég hafði betur gegn frábæru liði Rafa og þú verður að vera mjög klókur á móti honum ef þú ætlar að vinna. Okkur tókst það og því er ég ánægður," sagði Grant, en hann er gyðingur og því var dagurinn í dag honum sérstakur. Í dag er árlegur dagur helfararinnar, dagur þar sem gyðingar minnast þeirra sem féllu í helförinni í stríðinu. Grant féll á hnén eftir leikinn í geðshræringu. "Ég var að sjá þetta í sjónvarpinu aftur og verð að segja að þetta var dálítið hallærislegt," sagði Grant í léttum dúr, en bætti við; "Í dag er helfarardagurinn og ég átti afa sem féll í helförinni og var því að minnast hans. Þetta var tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig," sagði Grant. Hann var ekki sá eini sem átti tilfinningaþrunginn dag, því Frank Lampard skoraði til minningar um móður sína sem lést á dögunum. "Frank var einn af okkar bestu mönnum í dag og gaf allt sem hann átti. Það sýnir hve mikla virðingu hann ber fyrir liðinu að hann skuli hafa átt slíka frammistöðu og ég er eiginlega orðlaus," sagði Grant.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira