Tyrkneski baðdagurinn 6. mars 2008 11:01 Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun
Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun