Tyrkneski baðdagurinn 6. mars 2008 11:01 Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun