Jafnt hjá Arsenal og Man Utd 20. febrúar 2008 21:38 Carlos Tevez skoraði afar mikilvægt mark fyrir United í Frakklandi Nordic Photos / Getty Images Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi. Arsenal og AC Milan skildu jöfn 0-0 í spennuleik á Emirates þar sem bæði lið léku mjög varlega. Arsenal fékk nóg af færum til að tryggja sér sigurinn í leiknum en vörn Evrópumeistaranna hélt og eru þeir því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Ítalíu. Framherjinn Emmanuel Adebayor fór afar illa að ráði sínu þegar nærri fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, en þá skallaði hann í slá fyrir opnu marki. Manchester United komst í hann krappan í Frakklandi þar sem liðið sótti Lyon heim. Staðan var jöfn 0-0 í hálfleik en Karim Benzema kom Lyon yfir gegn gangi leiksins í þeim síðari. Það var svo hinn magnaði Tevez sem jafnaði fyrir United undir lokin og kom sínum mönnum í ágæta stöðu tili að komast í 8-liða úrslitin þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Glasgow Celtic mátti þola 3-2 tap á heimavelli gegn Barcelona eftir að hafa tvívegis náð forystu í leiknum. Jan Vennegoor of Hesselink kom Celtic yfir á 16. mínútu en Leo Messi jafnaði fyrir Barcelona aðeins tveimur mínútum síðar. Barry Robson kom Celtic í 2-1 á 38. mínútu og þannig stóð í hálfleik. Thierry Henry jafnaði svo fyrir Barcelona á 52. mínútu og Messi innsiglaði sigur spænska liðisins með heppnismarki á 79. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varramannabekk Barca í kvöld og kom inn fyrir Henry í blálokin, en liðið ætti að vera komið i þægilega stöðu með þessum frækna útisigri. Loks vann tyrkneska liðið Fenerbahce góðan 3-2 sigur á Sevilla en á erfiðan leik fyrir höndum í síðari leiknum á Spáni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira