Ég hefði étið Zlatan lifandi 30. janúar 2008 10:48 Zlatan hefði fengið að kenna á því hjá Bruno AFP Fyrrum varnarjaxlinn Pasquale Bruno hefur ekki mikið álit á mönnum eins og Zlatan Ibrahimovic og Alessandro Del Piero. Hann segir tíma til kominn til að kenna sænska framherjanum lexíu á knattspyrnuvellinum. Bruno gerði garðinn frægan m.a. hjá Juventus á níunda áratugnum og fékk viðurnefnið "Dýrið" fyrir hörku sína. Hann hefur undanfarið unnið í sjónvarpi og hefur ekki mikið álit á stjörnum dagsins í dag í ítalska boltanum. "Ibrahimovic er í sérflokki hvað tækni varðar, en hann er að láta varnarmenn líta mjög illa út með litlum óþokkabrögðum. Það er ótrúlegt að varnarmenn skuli ekki kenna honum lexíu," sagði Bruno og tók dæmi frá sínum eigin ferli. "Ef menn eins og Marco Van Basten og Gianluca Vialli voru hræddir við mig - getið þið rétt ímyndað ykkur hvað ég hefði gert við menn eins og Ibrahimovich. Ég hefði étið hann lifandi," sagði Bruno. Hann segir að Juventus-stjarnan Del Piero sé ofmetinn leikmaður. "Ekki reyna að segja mér að Del Piero sé súperstjarna. Ef hann er það - hvað voru þá menn eins og Lothar Matthäus og Careca? Voru þeir þá geimverur?" Bruno er líka mjög ósáttur við leikaraskap í knattspyrnunni í dag. "Við erum sannarlega ekki með bestu dómara í heimi hérna á Ítalíu eins og margir vilja meina - en leikmennirnir eru sannarlega ekki að hjálpa þeim að vinna vinnuna sína. Þú þarft ekki annað en að snerta þessa framherja í dag og þá hrynja þeir í grasið og væla. Ítalskir framherjar hugsa bara um eyrnalokka, húðflúr, næturklúbba og verslunarferðir. Ég þoli ekki leikara sem fiska menn í leikbönn," sagði Bruno, sem á sínum tíma varð Evrópumeistari með Juventus og spilaði líka með Fiorentina, Lecce, Hearts og Wigan á Englandi. Ítalski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Fyrrum varnarjaxlinn Pasquale Bruno hefur ekki mikið álit á mönnum eins og Zlatan Ibrahimovic og Alessandro Del Piero. Hann segir tíma til kominn til að kenna sænska framherjanum lexíu á knattspyrnuvellinum. Bruno gerði garðinn frægan m.a. hjá Juventus á níunda áratugnum og fékk viðurnefnið "Dýrið" fyrir hörku sína. Hann hefur undanfarið unnið í sjónvarpi og hefur ekki mikið álit á stjörnum dagsins í dag í ítalska boltanum. "Ibrahimovic er í sérflokki hvað tækni varðar, en hann er að láta varnarmenn líta mjög illa út með litlum óþokkabrögðum. Það er ótrúlegt að varnarmenn skuli ekki kenna honum lexíu," sagði Bruno og tók dæmi frá sínum eigin ferli. "Ef menn eins og Marco Van Basten og Gianluca Vialli voru hræddir við mig - getið þið rétt ímyndað ykkur hvað ég hefði gert við menn eins og Ibrahimovich. Ég hefði étið hann lifandi," sagði Bruno. Hann segir að Juventus-stjarnan Del Piero sé ofmetinn leikmaður. "Ekki reyna að segja mér að Del Piero sé súperstjarna. Ef hann er það - hvað voru þá menn eins og Lothar Matthäus og Careca? Voru þeir þá geimverur?" Bruno er líka mjög ósáttur við leikaraskap í knattspyrnunni í dag. "Við erum sannarlega ekki með bestu dómara í heimi hérna á Ítalíu eins og margir vilja meina - en leikmennirnir eru sannarlega ekki að hjálpa þeim að vinna vinnuna sína. Þú þarft ekki annað en að snerta þessa framherja í dag og þá hrynja þeir í grasið og væla. Ítalskir framherjar hugsa bara um eyrnalokka, húðflúr, næturklúbba og verslunarferðir. Ég þoli ekki leikara sem fiska menn í leikbönn," sagði Bruno, sem á sínum tíma varð Evrópumeistari með Juventus og spilaði líka með Fiorentina, Lecce, Hearts og Wigan á Englandi.
Ítalski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira