Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm: Fjórar stjörnur 9. júlí 2008 06:00 Murta St. Calunga - Benni Hemm Hemm Murta St. Calunga er þriðja plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd, en auk þess sendi hann frá sér EP-plötuna Ein í leyni seint á síðasta ári. Hún stóð reyndar undir nafni og týndist alveg. Tónlist Benna er lúðrasveitarskotið indí popp. Hún þótti fersk og óvenjuleg þegar fyrsta platan kom út sem var Benna og plötunni til framdráttar. Önnur platan Kajak var framhald af þeirri fyrstu, en aðeins þunglamalegri. Nú er þriðja platan komin og enn er sótt á sömu mið tónlistarlega. Murta St. Calunga er að mín mati skemmtilegasta Benna Hemm Hemm platan til þessa. Það er léttara yfir henni heldur en Kajak og hún er mjög vel unnin. Það eru mörg fín lög á henni og smáatriði í vinnslu og útsetningum lyfta henni upp. Fyrsta lagið, Beethoven í Kaupmannahöfn, er til dæmis mikil snilld. Það byrjar á rúmlega mínútu löngu sáraeinföldu intrói áður en að lagið sjálft hefst. Plötunni er svo lokað með gjörbreyttri útgáfu af sama lagi. Veiðiljóð er annað frábært lag, - sérstaklega vel útsett. Það sama má segja um fleiri lög, til dæmis Avían í Afganistan og Allt sem það fer. Textarnir eru skemmtilega einfaldir og kæruleysislegir. Avían í Afganistan og Whaling In The North Atlantic eru til dæmis athyglisverð innlegg í alþjóðamálin. Ég verð líka að hrósa plötuumslaginu. Eins og áður hjá Benna er það mjög flott og gerir gripinn eigulegri. Yfir það heila er meiri kraftur í Murta St. Calunga heldur en fyrri plötunum. Veikleiki plötunnar er hins vegar sá að þrátt fyrir nýjar útfærslur að hluta og vel útfærð smáatriði þá hefur tónlistin sjálf þróast of lítið. Benni verður hiklaust að lemja sig í hausinn fyrir næstu plötu og koma með eitthvað nýtt á borðið. Samt er Murta St. Calunga skemmtileg og heilsteypt plata. Fínn endapunktur á skólahljómsveitar indípoppskeiðinu sem hófst með fyrstu plötunni. Allt er þegar þrennt er. Trausti Júlíusson Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Murta St. Calunga er þriðja plata Benna Hemm Hemm í fullri lengd, en auk þess sendi hann frá sér EP-plötuna Ein í leyni seint á síðasta ári. Hún stóð reyndar undir nafni og týndist alveg. Tónlist Benna er lúðrasveitarskotið indí popp. Hún þótti fersk og óvenjuleg þegar fyrsta platan kom út sem var Benna og plötunni til framdráttar. Önnur platan Kajak var framhald af þeirri fyrstu, en aðeins þunglamalegri. Nú er þriðja platan komin og enn er sótt á sömu mið tónlistarlega. Murta St. Calunga er að mín mati skemmtilegasta Benna Hemm Hemm platan til þessa. Það er léttara yfir henni heldur en Kajak og hún er mjög vel unnin. Það eru mörg fín lög á henni og smáatriði í vinnslu og útsetningum lyfta henni upp. Fyrsta lagið, Beethoven í Kaupmannahöfn, er til dæmis mikil snilld. Það byrjar á rúmlega mínútu löngu sáraeinföldu intrói áður en að lagið sjálft hefst. Plötunni er svo lokað með gjörbreyttri útgáfu af sama lagi. Veiðiljóð er annað frábært lag, - sérstaklega vel útsett. Það sama má segja um fleiri lög, til dæmis Avían í Afganistan og Allt sem það fer. Textarnir eru skemmtilega einfaldir og kæruleysislegir. Avían í Afganistan og Whaling In The North Atlantic eru til dæmis athyglisverð innlegg í alþjóðamálin. Ég verð líka að hrósa plötuumslaginu. Eins og áður hjá Benna er það mjög flott og gerir gripinn eigulegri. Yfir það heila er meiri kraftur í Murta St. Calunga heldur en fyrri plötunum. Veikleiki plötunnar er hins vegar sá að þrátt fyrir nýjar útfærslur að hluta og vel útfærð smáatriði þá hefur tónlistin sjálf þróast of lítið. Benni verður hiklaust að lemja sig í hausinn fyrir næstu plötu og koma með eitthvað nýtt á borðið. Samt er Murta St. Calunga skemmtileg og heilsteypt plata. Fínn endapunktur á skólahljómsveitar indípoppskeiðinu sem hófst með fyrstu plötunni. Allt er þegar þrennt er. Trausti Júlíusson
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira