Elísabet: Gamall draumur að rætast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í haust. Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Sjá meira
Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25