Elísabet: Gamall draumur að rætast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í haust. Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir staðfestir í samtali við Vísi að hún muni um næstu helgi halda til Svíþjóðar og ráða sig formlega til starfa sem nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad DFF. „Þetta kom óvænt upp fyrir nokkrum vikum," sagði Elísabet aðspurð um aðdraganda nýja starfsins. „Ég ákvað að bíða með þetta þar til að tímabilinu lauk með Val en svo gekk þetta mjög hratt fyrir sig." „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem gott tækifæri fyrir mig. Sænska úrvalsdeildin er af mörgum talin sú besta og það er búið að vera draumur minn lengi að fara út. Það var því ekkert annað í stöðunni en að grípa þetta tækifæri." Kristianstad var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í ár en Erla Steina Arnardóttir leikur með félaginu og kom með því upp úr 1. deildinni í fyrra. „Markmið liðsins var að halda sér uppi og það tókst. Kristianstad er lítill bær og félagið er ungt. Mér líst afskaplega vel á þetta," og sagði aðspurð þó ekkert hafa rætt við Erlu Steinu í aðdraganda þessa máls. Henni hefur ekki enn gefist tækifæri til að fara út og skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég er búin að vera í mjög góðu sambandi við fólkið úti og kynnt mér allt það sem ég hef getað kynnt mér. En ég fer út um næstu helgi og skrifa þá undir samninginn. Ég mun þó ekki flytja út fyrr en um áramótin en ferðast á milli þangað til og hef undirbúningstímabilið þannig." Sænskir fjölmiðlar hafa einnig velt því fyrir sér hvort að Margrét Lára Viðarsdóttir kunni að fylgja Elísabetu með til félagsins en hún þvertekur fyrir það. „Ég get staðfest að hún fer ekki með mér til félagsins. Mér dettur ekki einu sinni í hug að ræða þann möguleika við hana. Allir þjálfarar vilja hafa leikmann eins og hana í sínu félagi en hún á möguleika á að fara til svo miklu stærri félaga. Það eru því engar líkur á því að hún komi til Kristianstad." Hún segir þó mjög góðar líkur á því að hún muni líta til Íslands þegar kemur að því að styrkja leikmannahópinn. „Það eru nokkrir leikmenn á Íslandi sem ég hef áhuga á. En ég er varla mætt til vinnu og fer yfir þetta í rólegheitum þegar þar að kemur. Ég er þó byrjuð að skoða þessi mál aðeins en það er ekkert sem er fast í hendi." Spurð um markmið sín með sitt nýja félag segir Elísabet ljóst að hún ætli sér ekki „bara að vera með", eins og hún orðar það. „Ég ætla að fara þarna út til að standa mig. Það er engin ástæða til annars."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Sjá meira
Elísabet tekur við Kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari Vals, hefur verið ráðinn nýr þjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad eftir því sem fram kemur í staðardagblaðinu Norra Skåne í dag. 20. október 2008 09:25