Frítt inn á tónleika í kvöld 5. nóvember 2008 04:00 Sinfóníuhljómsveit Íslands Hljómsveitin leggur land undir fót og gleður þjóðina á erfiðum tímum. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur sannarlega reynst þjóðinni vel í því leiða efnahagsástandi sem nú ríkir. Hljómsveitin hefur lagt sig fram við að gleðja landsmenn með fallegri tónlist og haldið tónleika hér og þar um landið. Í dag heldur hljómsveitin í tónleikaferð um Austurland og kemur í kvöld fram á tónleikum í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði. Annað kvöld býður hljómsveitin svo til tónleika í íþróttahúsinu á Höfn í Hornafirði. Tónleikarnir hefjast báðir kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Á efnisskránni verður hin sívinsæla fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur eftir tékkneska tónskáldið Antonín Dvorák og kafli úr tónlist Edvards Grieg við leikrit Ibsens, Pétur Gaut. Þá leikur konsertmeistari hljómsveitarinnar, Sigrún Eðvaldsdóttir, einleik í Rómönsu eftir Árna Björnsson og kafla úr fiðlukonsert Sibeliusar. Sigrún lék einmitt konsertinn á tónleikum í Háskólabíói 16. október síðastliðinn við frábærar undirtektir bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Stjórnandi á tónleikunum er Petri Sakari. - vþ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur sannarlega reynst þjóðinni vel í því leiða efnahagsástandi sem nú ríkir. Hljómsveitin hefur lagt sig fram við að gleðja landsmenn með fallegri tónlist og haldið tónleika hér og þar um landið. Í dag heldur hljómsveitin í tónleikaferð um Austurland og kemur í kvöld fram á tónleikum í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði. Annað kvöld býður hljómsveitin svo til tónleika í íþróttahúsinu á Höfn í Hornafirði. Tónleikarnir hefjast báðir kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Á efnisskránni verður hin sívinsæla fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur eftir tékkneska tónskáldið Antonín Dvorák og kafli úr tónlist Edvards Grieg við leikrit Ibsens, Pétur Gaut. Þá leikur konsertmeistari hljómsveitarinnar, Sigrún Eðvaldsdóttir, einleik í Rómönsu eftir Árna Björnsson og kafla úr fiðlukonsert Sibeliusar. Sigrún lék einmitt konsertinn á tónleikum í Háskólabíói 16. október síðastliðinn við frábærar undirtektir bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Stjórnandi á tónleikunum er Petri Sakari. - vþ
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira