United hélt hreinu í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2008 18:47 Cristiano Ronaldo var vitanlega svekktur með að misnota vítaspyrnuna í upphafi leiksins. Nordic Photos / AFP Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira