United hélt hreinu í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2008 18:47 Cristiano Ronaldo var vitanlega svekktur með að misnota vítaspyrnuna í upphafi leiksins. Nordic Photos / AFP Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira
Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira