Kosið til þings í Austurríki og Hvíta-Rússlandi Guðjón Helgason skrifar 28. september 2008 12:10 Hinn umdeildi Jörg Haider, leiðtogi Bandalags um framtíð Austurríkis, greiddi atkvæði á kjörstað í Klagenfurt í morgun. MYND/AP Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs. Erlent Fréttir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs.
Erlent Fréttir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira