Rúnar Júl staldrar við 25. nóvember 2008 04:15 Lítur yfir farinn veg Söngvar um lífið er glæsileg þriggja diska útgáfa með Rúnari Júlíussyni. mynd/Þorfinnur sigurgeirsson Rúnar Júlíusson gerir upp feril sinn á þrefaldri plötu. Rúnar er enn að þrátt fyrir 45 ár í bransanum. Hann segist markvisst vinna að því að fresta hrörnuninni, eins og hann orðar það. „Ég hef alltaf verið með nýja plötu á hverju ári, en nú staldra ég við og lít yfir farinn veg. Svo hefst leikurinn á ný eftir áramót," segir Rúnar Júlíusson, Hr. Rokk, en ferill hans er rakinn á þrefaldri plötu, Söngvar um lífið, sem er nýkomin út. „Fyrstu lögin á disknum eru frá 1966. Þá vorum við í útrás og náðum samningum við plötufyrirtæki Bítlanna, Parlophone, og Columbia í Bandaríkjunum, sem var og er ein stærsta útgáfa í heimi. Það var ansi mikil bjartsýni í loftinu á þessum tíma og sú bjartsýni hefur svo sem ekkert dofnað, að minnsta kosti ekki hvað mig varðar; draumurinn er enn þá til staðar." Rúnar kom í fyrsta skipti fram með Hljómum 5. október 1963 í Krossinum, þá 18 ára gamall. „Það var spilað streit í fimm tíma, einhver 100-200 lög. Ég var í feimniskasti og nýr á bassanum. Maður hafði ekki fullt sjálfstraust, og maður er svo sem enn þá að vinna í því. Ég hélt upp á 45 ár í bransanum nú í október og spilaði tvö gigg sama daginn, á hippahátíð í Vestmannaeyjum og með Karlakór Keflavíkur í Keflavík." Rúnar hefur ekki tölu á skiptunum sem hann hefur spilað. „Nei, ég hef enga hugmynd. Sum árin hafa þetta kannski verið 250-300 gigg á ári. Ég hef dregið aðeins úr þessu í seinni tíð. Maður hefur ekki sömu orkuna. Ég get ekki gert það sem ég gat áður og þá geri ég það bara öðruvísi. Ég reyni samt að fresta hrörnuninni eins og ég get. Fer í morgungöngu í hvaða veðri sem er kl. 7 og lyfti síðan í Lífsstíl." Rúnar vonar það besta og er bjartsýnn að vanda. „Ég hef alltaf verið eigin herra og sé því ekki fram á atvinnuleysi. Ef maður er einhvers virði hefur maður alltaf eitthvað að gera. Maður vonar bara að það bresti ekki á með landsflótta því þá verður ekkert sérlega gaman fyrir þá sem eftir húka. Þjóðlífið þrífst á öðru fólki." Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rúnar Júlíusson gerir upp feril sinn á þrefaldri plötu. Rúnar er enn að þrátt fyrir 45 ár í bransanum. Hann segist markvisst vinna að því að fresta hrörnuninni, eins og hann orðar það. „Ég hef alltaf verið með nýja plötu á hverju ári, en nú staldra ég við og lít yfir farinn veg. Svo hefst leikurinn á ný eftir áramót," segir Rúnar Júlíusson, Hr. Rokk, en ferill hans er rakinn á þrefaldri plötu, Söngvar um lífið, sem er nýkomin út. „Fyrstu lögin á disknum eru frá 1966. Þá vorum við í útrás og náðum samningum við plötufyrirtæki Bítlanna, Parlophone, og Columbia í Bandaríkjunum, sem var og er ein stærsta útgáfa í heimi. Það var ansi mikil bjartsýni í loftinu á þessum tíma og sú bjartsýni hefur svo sem ekkert dofnað, að minnsta kosti ekki hvað mig varðar; draumurinn er enn þá til staðar." Rúnar kom í fyrsta skipti fram með Hljómum 5. október 1963 í Krossinum, þá 18 ára gamall. „Það var spilað streit í fimm tíma, einhver 100-200 lög. Ég var í feimniskasti og nýr á bassanum. Maður hafði ekki fullt sjálfstraust, og maður er svo sem enn þá að vinna í því. Ég hélt upp á 45 ár í bransanum nú í október og spilaði tvö gigg sama daginn, á hippahátíð í Vestmannaeyjum og með Karlakór Keflavíkur í Keflavík." Rúnar hefur ekki tölu á skiptunum sem hann hefur spilað. „Nei, ég hef enga hugmynd. Sum árin hafa þetta kannski verið 250-300 gigg á ári. Ég hef dregið aðeins úr þessu í seinni tíð. Maður hefur ekki sömu orkuna. Ég get ekki gert það sem ég gat áður og þá geri ég það bara öðruvísi. Ég reyni samt að fresta hrörnuninni eins og ég get. Fer í morgungöngu í hvaða veðri sem er kl. 7 og lyfti síðan í Lífsstíl." Rúnar vonar það besta og er bjartsýnn að vanda. „Ég hef alltaf verið eigin herra og sé því ekki fram á atvinnuleysi. Ef maður er einhvers virði hefur maður alltaf eitthvað að gera. Maður vonar bara að það bresti ekki á með landsflótta því þá verður ekkert sérlega gaman fyrir þá sem eftir húka. Þjóðlífið þrífst á öðru fólki."
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira