Órafmögnuð tónlistarhátíð 26. ágúst 2008 04:15 Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur skipuleggur tónlistarhátíðina sem verður haldin á Rósenberg um helgina. Svavar Knútur Kristinsson skipuleggur órafmagnaða tónlistarhátíð um helgina. Listamenn frá fimm löndum koma fram. Áhugasamtökin Undercover Music Lovers ætla að halda órafmagnaða tónlistarhátíð á nýopnuðum Café Rósenberg á laugardag og sunnudag. Á tónlistarhátíðinni verða átján atriði frá fimm löndum. Á meðal listamanna sem koma fram eru Toben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu, Kid Decker frá Bretlandi, Svavar Knútur, Helgi Valur, Bergþór Smári, Mike Pollock og Steini í Hjálmum. „Það er rosalega mikilvægt að eiga áhugasamtök sem eru að einbeita sér að því að efla samfélag tónlistarmanna, ekki bara hagsmunatengsl heldur tengsl vináttu og samstarfs á tónlistarsviðinu,“ segir Svavar Knútur, sem skipuleggur hátíðina. Að sögn Svavars eru nokkur hundruð manns meðlimir í Undercover Music Lovers, þar af yfir áttatíu hérlendis. „Við erum að vinna þetta út frá hugmynd um félagsauð. Við reynum að brúa bilin á milli ólíkra hópa og þjóða og byggja líka upp traustið og samböndin innanlands,“ segir hann. Undercover Music Lovers eru systrasamtök Hins alþjóðlega trúbadorasamsæris, sem stóð fyrr á þessu ári fyrir Ólympíuleikum trúbadora, þar sem fjórir trúbadorar frá þrem löndum ferðuðust um Ísland, Þýskaland og Holland og léku tónlist sína saman. Samtökin voru upprunalega stofnuð í Sydney og Melbourne í Ástralíu, en hafa ört fært út kvíarnar til Hamborgar og Reykjavíkur og bráðum New York. Frítt er inn á tónleikana um helgina, sem standa yfir frá klukkan 16 til 23 báða dagana. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Svavar Knútur Kristinsson skipuleggur órafmagnaða tónlistarhátíð um helgina. Listamenn frá fimm löndum koma fram. Áhugasamtökin Undercover Music Lovers ætla að halda órafmagnaða tónlistarhátíð á nýopnuðum Café Rósenberg á laugardag og sunnudag. Á tónlistarhátíðinni verða átján atriði frá fimm löndum. Á meðal listamanna sem koma fram eru Toben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu, Kid Decker frá Bretlandi, Svavar Knútur, Helgi Valur, Bergþór Smári, Mike Pollock og Steini í Hjálmum. „Það er rosalega mikilvægt að eiga áhugasamtök sem eru að einbeita sér að því að efla samfélag tónlistarmanna, ekki bara hagsmunatengsl heldur tengsl vináttu og samstarfs á tónlistarsviðinu,“ segir Svavar Knútur, sem skipuleggur hátíðina. Að sögn Svavars eru nokkur hundruð manns meðlimir í Undercover Music Lovers, þar af yfir áttatíu hérlendis. „Við erum að vinna þetta út frá hugmynd um félagsauð. Við reynum að brúa bilin á milli ólíkra hópa og þjóða og byggja líka upp traustið og samböndin innanlands,“ segir hann. Undercover Music Lovers eru systrasamtök Hins alþjóðlega trúbadorasamsæris, sem stóð fyrr á þessu ári fyrir Ólympíuleikum trúbadora, þar sem fjórir trúbadorar frá þrem löndum ferðuðust um Ísland, Þýskaland og Holland og léku tónlist sína saman. Samtökin voru upprunalega stofnuð í Sydney og Melbourne í Ástralíu, en hafa ört fært út kvíarnar til Hamborgar og Reykjavíkur og bráðum New York. Frítt er inn á tónleikana um helgina, sem standa yfir frá klukkan 16 til 23 báða dagana.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira