Nýtt lag í stað plötu 19. október 2008 06:00 Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem var tekið upp í Danmörku. Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is. Á móti sól hefur hætt við útgáfu nýrrar plötu sem átti að koma út tíunda nóvember. „Við nenntum ekki að klára hana í næturvinnu og það spilar inn í að Magni er að jafna sig eftir aðgerð og verður að þegja í október," segir Heimir. Um magaaðgerð var að ræða vegna bakflæðis. „Raddböndin fá sýrubað á hverjum degi sem þykir ekkert sérstaklega gott," segir hann. Heimir segir að platan komi út annað hvort næsta sumar eða um jólin 2009. „Þetta var dálítið erfið ákvörðun en það þýðir ekkert að vera að horfa í það. Við hefðum auðveldlega getað klárað hana en ég veit að hún hefði ekki verið nógu góð." Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Á móti sól, sem var eingöngu með frumsömdu efni, kom út og eru aðdáendur sveitarinnar því orðnir langeygir eftir nýju efni. Þangað til geta þeir huggað sig við nýja lagið, auk þess sem annað til viðbótar er væntanlegt í janúar. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og grípandi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóðverinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljómsveitarinnar, www.amotisol.blog.is. Á móti sól hefur hætt við útgáfu nýrrar plötu sem átti að koma út tíunda nóvember. „Við nenntum ekki að klára hana í næturvinnu og það spilar inn í að Magni er að jafna sig eftir aðgerð og verður að þegja í október," segir Heimir. Um magaaðgerð var að ræða vegna bakflæðis. „Raddböndin fá sýrubað á hverjum degi sem þykir ekkert sérstaklega gott," segir hann. Heimir segir að platan komi út annað hvort næsta sumar eða um jólin 2009. „Þetta var dálítið erfið ákvörðun en það þýðir ekkert að vera að horfa í það. Við hefðum auðveldlega getað klárað hana en ég veit að hún hefði ekki verið nógu góð." Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Á móti sól, sem var eingöngu með frumsömdu efni, kom út og eru aðdáendur sveitarinnar því orðnir langeygir eftir nýju efni. Þangað til geta þeir huggað sig við nýja lagið, auk þess sem annað til viðbótar er væntanlegt í janúar.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira