Loksins nýtt frá Emilíönu 10. júlí 2008 06:00 Ný plata eftir langa bið Emilíana Torrini syngur um einhvern Armini. Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsældalistana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp-reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáfunnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir.- glh Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarkonan Emilíana Torrini stimplaði sig endanlega inn með plötunni Fisherman’s Woman, sem kom út í ársbyrjun 2005. Nú er loksins búið að tilkynna að næsta plata sé á leiðinni, hún mun heita Me and Armini og kemur út 8. september. Enn á ný vinnur Emilíana með hljóðvirkjanum Dan Carey. Hann hljóðvann síðustu plötu Emilíönu, auk þess að semja með henni lög, bæði á síðustu plötu sem og lögin „Slow“, sem Kylie Minogue flutti á vinsældalistana, og „Gollum‘s Song“, sem var í einni Lord of the Rings-myndinni. Dan hefur komið víða við, var með puttana á síðustu Hot Chip-plötu og vinnur nú með hljómsveitinni Franz Ferdinand, sem er að gera nýja plötu. Í fréttatilkynningu frá Rough Trade, útgáfufyrirtæki Emilíönu, segir að nýja platan sé metnaðarfull og fjölbreytt poppplata þar sem rödd Emilíönu sé í forsæti. Nú má heyra titillagið, „Me and Armini“, á Myspace-síðu Emilíönu. Lagið er fyrsta smáskífa plötunnar, létt popp-reggí sem venst vel. Í kjölfar útgáfunnar mun Emilíana leggjast í tónleikaferðir.- glh
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira