Tveggja milljarða plata Axl Rose kemur loks út 20. nóvember 2008 03:45 Orðinn 46 ára og nokkuð töff ennþá. Axl Rose hefur ekki misst röddina og þenur sig sem aldrei fyrr á nýju plötunni. Á mánudaginn kemur nýja platan með Guns N‘ Roses, eða öllu heldur Axl Rose, loksins út. Platan Chinese Democracy er margboðuð, en nú virðist ekkert geta stöðvað útgáfu hennar nema ef til vill heimsendir. Mektarár Guns N‘ Roses voru árin í kringum 1990 þegar sveitin átti rokkið eins og það lagði sig. Síðasta platan, The Spaghetti Incident, var tökulagaplata sem kom út 1993, en síðasta plata með frumsömdu efni var plötutvennan Use Your Illusion, sem kom út 1991. Því eru sautján ár liðin síðan nýtt frumsamið efni kom fyrir almenningssjónir með Guns N‘ Roses. Söngvarinn rauðbirkni Axl Rose er náttúrlega eini upprunalega meðlimur bandsins í dag. Menn fóru að heltast úr lestinni um miðjan tíunda áratuginn. Síðastur fór bassaleikarinn Duff McKagan árið 1997. Síðan þá hefur Axl ráðið og rekið hljómsveitarmeðlimi og skipt um mannskap eins og nærbuxur. Nýja platan hefur verið að gerjast í hausnum á Axl síðan 1995, en nafnið Chinese Democracy skaut fyrst upp kollinum árið 1999. Platan hefur tafist og tafist, en sjálfur hefur Axl boðað útgáfu hennar árlega í nokkur ár. Talið er að gerð plötunnar hafi kostað um 13 milljónir Bandaríkjadala. Næstum því tvö þúsund milljón íslenskar kreppukrónur. Hvernig er svo þessi fokdýra og margboðaða plata? Bandarísku stórblöðin Rolling Stone og Spin hafa gefið henni fína dóma. Hún fær fjórar stjörnur af fimm hjá Rolling Stone og þrjár og hálfa af fimm hjá Spin. „Fyrsta plata Guns N‘ Roses með nýju efni síðan fyrri Bush-stjórnin var við völd er frábær, frumleg rokkplata sem gerir engar málamiðlanir. Hún hljómar mjög eins og gamla góða Guns N‘ Roses,“ sagði gagnrýnandi Rolling Stone, Íslandsvinurinn David Fricke. „Ef Axl Rose hefur einhvern tímann efast um eða séð eftir þeim tíma, peningum eða brotthvarfi manna sem gerð plötunnar fól í sér, sjást engin merki um það í þessum fjórtán lögum,“ bætir hann við. „Þetta svakalega uppskrúfaða popp-metal öfgaverk er hin fullkomnu eftirmæli fyrir fáránleika og þvælu George W. Bush-áranna. Ein átveisla í viðbót áður en Obama fjarlægir asnaskapinn,“ skrifar Mikael Wood hjá Spin. „Músíkin skiptist á milli tveggja póla, myljandi verksmiðjurokks og ljúfari hljómborðs-og-strengja tónlistar – ímyndaðu þér Rammstein að spila Wings-lög. Við þetta bætast öll nýjustu trikkin sem peningar geta keypt.“ Samkvæmt Sebastian Bach, fyrrum söngvara Skid Row, sem hefur verið náinn vinur Axl Rose lengi, er þessi plata aðeins fyrsti hluti trílógíu sem Axl fyrirhugar. Biðin er því greinilega ekki á enda enn þótt Kínverska lýðræðið sé nú loksins að drattast í plötubúðirnar. drgunni@frettabladid.is Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Á mánudaginn kemur nýja platan með Guns N‘ Roses, eða öllu heldur Axl Rose, loksins út. Platan Chinese Democracy er margboðuð, en nú virðist ekkert geta stöðvað útgáfu hennar nema ef til vill heimsendir. Mektarár Guns N‘ Roses voru árin í kringum 1990 þegar sveitin átti rokkið eins og það lagði sig. Síðasta platan, The Spaghetti Incident, var tökulagaplata sem kom út 1993, en síðasta plata með frumsömdu efni var plötutvennan Use Your Illusion, sem kom út 1991. Því eru sautján ár liðin síðan nýtt frumsamið efni kom fyrir almenningssjónir með Guns N‘ Roses. Söngvarinn rauðbirkni Axl Rose er náttúrlega eini upprunalega meðlimur bandsins í dag. Menn fóru að heltast úr lestinni um miðjan tíunda áratuginn. Síðastur fór bassaleikarinn Duff McKagan árið 1997. Síðan þá hefur Axl ráðið og rekið hljómsveitarmeðlimi og skipt um mannskap eins og nærbuxur. Nýja platan hefur verið að gerjast í hausnum á Axl síðan 1995, en nafnið Chinese Democracy skaut fyrst upp kollinum árið 1999. Platan hefur tafist og tafist, en sjálfur hefur Axl boðað útgáfu hennar árlega í nokkur ár. Talið er að gerð plötunnar hafi kostað um 13 milljónir Bandaríkjadala. Næstum því tvö þúsund milljón íslenskar kreppukrónur. Hvernig er svo þessi fokdýra og margboðaða plata? Bandarísku stórblöðin Rolling Stone og Spin hafa gefið henni fína dóma. Hún fær fjórar stjörnur af fimm hjá Rolling Stone og þrjár og hálfa af fimm hjá Spin. „Fyrsta plata Guns N‘ Roses með nýju efni síðan fyrri Bush-stjórnin var við völd er frábær, frumleg rokkplata sem gerir engar málamiðlanir. Hún hljómar mjög eins og gamla góða Guns N‘ Roses,“ sagði gagnrýnandi Rolling Stone, Íslandsvinurinn David Fricke. „Ef Axl Rose hefur einhvern tímann efast um eða séð eftir þeim tíma, peningum eða brotthvarfi manna sem gerð plötunnar fól í sér, sjást engin merki um það í þessum fjórtán lögum,“ bætir hann við. „Þetta svakalega uppskrúfaða popp-metal öfgaverk er hin fullkomnu eftirmæli fyrir fáránleika og þvælu George W. Bush-áranna. Ein átveisla í viðbót áður en Obama fjarlægir asnaskapinn,“ skrifar Mikael Wood hjá Spin. „Músíkin skiptist á milli tveggja póla, myljandi verksmiðjurokks og ljúfari hljómborðs-og-strengja tónlistar – ímyndaðu þér Rammstein að spila Wings-lög. Við þetta bætast öll nýjustu trikkin sem peningar geta keypt.“ Samkvæmt Sebastian Bach, fyrrum söngvara Skid Row, sem hefur verið náinn vinur Axl Rose lengi, er þessi plata aðeins fyrsti hluti trílógíu sem Axl fyrirhugar. Biðin er því greinilega ekki á enda enn þótt Kínverska lýðræðið sé nú loksins að drattast í plötubúðirnar. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira