Sirkus Geira smart Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. október 2008 04:00 Ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig við komum okkur í þessa krísu sem nú hefur kverkatak á þjóðinni. Ég fæ ekki betur séð en við höfum misstigið okkur líkt og sirkus einn sem starfaði við fádæma vinsældir þar til efinn sáði frækornum sínum þar eina kvöldstund. Svokallað útrásargengi var með fádæma tilkomumikla sýningu í þessum sirkus þar sem fíll, ljón, sverðagleypir og línudansarar léku listir sínar. En þetta kvöld var sverðagleypirinn í miðju atriði þegar freknóttur krakki rekur upp úr sér þá fullyrðingu að þarna sé ekki um alvöru sverð að ræða. Sagði hann sverðið minnka uppi í manninum því annars væri það fyrir löngu komið út um afturendann á honum. Sirkusstjórinn varð stressaður og ekki léttist á honum brúnin þegar sá freknótti spurði fílinn af hverju hann léti binda sig við lítinn staur. „Þú sem getur rifið heilu trén upp með rótum." „Þegi þú krakki, hann fer ekkert því hann er taminn," segir sirkusstjórinn. „En af hverju þarf þá að binda hann?" spyr drengurinn. Argentínski sálfræðingurinn og rithöfundurinn Jorge Bucay útskýrir þá að fíllinn hafi verið bundinn við þennan staur frá því í frumbernsku. Hafi hann þá gert tilraunir til að rífa staurinn upp en ekki tekist. Þá hafi hann ákveðið að það væri ekki hægt og breyttist sú trú hans ekki neitt þótt honum yxi fíll um hrygg og væri orðinn aflmesta skepnan í sirkusnum. Sirkusstjórinn verður illur þar sem verið er að ræða aðferðafræði hans opinberlega. Fíllinn stressast og rífur sig óvart lausan og tekur sjálft sirkustjaldið niður í leiðinni. Flash Gordon verður alveg vitlaus þar sem fullt af Bretum voru búnir að borga rándýra aðgöngumiða á sýninguna. Davíð, sem sá um aðgöngumiðana og leysti trúðinn stundum af, segist hafa haft orð á því að staurinn hafi verið of lítill fyrir fílinn. Yfirheyrslur eru reyndar ekki byrjaðar en búið er að slá þann tón að ekki sé rétt að leita að sökudólgum og að enginn hefði getað séð þetta fyrir. Það kæmi mér því ekki á óvart að málalok yrðu þau að sá freknótti verði rassskelltur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig við komum okkur í þessa krísu sem nú hefur kverkatak á þjóðinni. Ég fæ ekki betur séð en við höfum misstigið okkur líkt og sirkus einn sem starfaði við fádæma vinsældir þar til efinn sáði frækornum sínum þar eina kvöldstund. Svokallað útrásargengi var með fádæma tilkomumikla sýningu í þessum sirkus þar sem fíll, ljón, sverðagleypir og línudansarar léku listir sínar. En þetta kvöld var sverðagleypirinn í miðju atriði þegar freknóttur krakki rekur upp úr sér þá fullyrðingu að þarna sé ekki um alvöru sverð að ræða. Sagði hann sverðið minnka uppi í manninum því annars væri það fyrir löngu komið út um afturendann á honum. Sirkusstjórinn varð stressaður og ekki léttist á honum brúnin þegar sá freknótti spurði fílinn af hverju hann léti binda sig við lítinn staur. „Þú sem getur rifið heilu trén upp með rótum." „Þegi þú krakki, hann fer ekkert því hann er taminn," segir sirkusstjórinn. „En af hverju þarf þá að binda hann?" spyr drengurinn. Argentínski sálfræðingurinn og rithöfundurinn Jorge Bucay útskýrir þá að fíllinn hafi verið bundinn við þennan staur frá því í frumbernsku. Hafi hann þá gert tilraunir til að rífa staurinn upp en ekki tekist. Þá hafi hann ákveðið að það væri ekki hægt og breyttist sú trú hans ekki neitt þótt honum yxi fíll um hrygg og væri orðinn aflmesta skepnan í sirkusnum. Sirkusstjórinn verður illur þar sem verið er að ræða aðferðafræði hans opinberlega. Fíllinn stressast og rífur sig óvart lausan og tekur sjálft sirkustjaldið niður í leiðinni. Flash Gordon verður alveg vitlaus þar sem fullt af Bretum voru búnir að borga rándýra aðgöngumiða á sýninguna. Davíð, sem sá um aðgöngumiðana og leysti trúðinn stundum af, segist hafa haft orð á því að staurinn hafi verið of lítill fyrir fílinn. Yfirheyrslur eru reyndar ekki byrjaðar en búið er að slá þann tón að ekki sé rétt að leita að sökudólgum og að enginn hefði getað séð þetta fyrir. Það kæmi mér því ekki á óvart að málalok yrðu þau að sá freknótti verði rassskelltur.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun