Messi bjargaði Barcelona - 100. mark Gerrard Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2008 20:44 Steven Gerrard fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5) Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Liverpool og Barcelona unnu góða sigra í leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea gerði jafntefli í Rúmeníu. Snemma varð ljóst í leik Liverpool og PSV Eindhoven í D-riðli að þeir hollensku ætluðu að pakka í vörn og treysta á skyndisóknir. En þeir áttu ekkert svar við hröðum sóknarleik Liverpool og strax á fjórðu mínútu uppskáru heimamenn horn. Upp úr því kom fyrsta markið sem Dirk Kuyt skoraði eftir að Andreas Isaksson hafði varið frá Fernando Torres. Stuttu síðar lagði svo Torres upp mark fyrir Robbie Keane, hans fyrsta fyrir Liverpool. Sendingin kom frá hægri og snerting Keane var glæsileg - boltinn læddist í hornið. Til að kóróna daginn náði Steven Gerrard að skora sitt 100. mark fyrir Liverpool með marki upp úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Ekta mark fyrir Gerrard og einkar glæsilegt. Skipti engu þó svo að Danny Koevermans hafi minnkað muninn fyrir PSV aðeins mínútu síðar. Barcelona lenti í kröppum dansi í Úkraínu er liðið mætti Shaktar Donetsk í C-riðli. Það var Ilsinho sem kom heimamönnum yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar lengi. Það er að segja þar til að Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gerði þrjár breytingar og setti þá Lionel Messi, Bojan Krkic og Eið Smára Guðjohnsen inn á. Því er skemmst frá að segja að Lionel Messi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Börsunga og tryggði þeim ótrúlegan sigur í leiknum. Fyrra markið kom eftir fyrirgjöf Krkic frá hægri en markvörður þeirra úkraínsku missti boltann úr greipum sér. Messi þurfti því bara að ýta boltanum yfir línuna. Xavi lagði svo upp sigurmark Messi þegar tuttugu sekúndur voru eftir að uppbótartímanum. Messi fékk boltann inn í teignum og lyfti honum yfir markvörðinn. Ótrúlegur sigur Börsunga staðreynd. Í A-riðli gerði Chelsea markalaust jafntefli við Cluj á útivelli og Rómverjar unnu góðan sigur á Bordeaux í Frakklandi, 3-1. Þá má einnig greina frá því að kýpverska liðið Anorthosis vann góðan 3-1 sigur á Panathinaikos á heimavelli í kvöld. Kýpverjarnir lögðu Olympiakos í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því litla liður frá Kýpur lagt risana tvo frá Grikklandi í Meistaradeildinni á tímabilinu.Úrslit kvöldsins: A-riðill:Cluj - Chelsea 0-0Bordeaux - Roma 1-2 1-0 Yoann Gourcuff (18.) 1-1 Mirko Vucinic (64.) 1-2 Julio Baptista (71.) Rautt: Henrique, Bordeaux (36.)Staðan: Chelsea 4 stig (+4 í markatölu) Cluj 4 (+1) Roma 3 (+1) Bordeaux 0 (-6) B-riðill:Anorthosis - Panathinaikos 3-1 1-0 Sarrigui, sjálfsmark (11.) 2-0 Sinisa Kobrasinovic (15.) 2-1 Dimitrios Salpingidis, víti (28.) 3-1 Hawar Taher (78.)Inter - Bremen 1-1 1-0 Maicon (13.) 1-1 Claudio Pizarro (62.)Staðan: Anorthosis 4 stig (+2 í markatölu) Inter 4 (+2) Bremen 2 (0) Panathinaikos 0 (-4) C-riðill:Sporting Lissabon - Basel 2-0 1-0 Leandro Romagnoli (55.) 2-0 Derlei (86.)Shaktar Donetskt - Barcelona 1-2 1-0 Ilsinho (45.) 1-1 Lionel Messi (86.) 1-2 Lionel Messi (94.)Staðan: Barcelona 6 stig (+3 í markatölu) Shaktar 3 (0) Sporting 3 (0) Basel 0 (-3) D-riðill:Liverpool - PSV Eindhoven 3-1 1-0 Dirk Kuyt (5.) 2-0 Robbie Keane (34.) 3-0 Steven Gerrard (76.) 3-1 Danny Koevermans (77.)Atletico Madrid - Marseille 2-1 1-0 Sergio Agüero (4.) 1-1 Mamadou Niang (16.) 2-1 Raul Garcia (22.) Staðan: Atletico 6 stig (+4 í markatölu) Liverpool 6 (+3) Marseille 0 (-2) PSV 0 (-5)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira