Skítatúr Spocks í spinningsal 27. nóvember 2008 07:00 Dr. Spock passaði furðu vel við sveitt fólk á spinninghjólum. Fréttablaðið/Anton Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. „Þetta var frábærlega skemmtilegt," sagði Óttarr Proppé, sem útilokar ekki frekari spilamennsku fyrir líkamsræktarfólk. Verið var að kynna aðra breiðskífu Spocksins í fullri lengd, Falcon Christ. Fyrsta upplag plötunnar inniheldur auka DVD-disk með tónleikum Dr. Spock á Nasa á Iceland Airwaves í fyrra. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í svokölluðum Skítatúr sem hljómsveitin fer með sveitunum Agent Fresco og Slugs. Báðar þessar sveitir gefa nú út sínar fyrstu plötur. Í kvöld spila sveitirnar á Laugarvatni. Á föstudagskvöldið verða þær á Paddy's í Keflavík og á laugardagskvöldið í félagsmiðstöðinni X-ið á Stykkishólmi. Skítatúrnum lýkur svo í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnudagskvöldið. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Dr. Spock var á framandlegum slóðum í hádeginu í gær þegar hún hélt útgáfutónleikana sína í spinningsal Sporthússins í Kópavogi. Múgur og margmenni svitnuðu við grjóthart rokkið með gula hanska á höndunum. Voru gestir ekki bara aumir í afturendanum eins og vanalega eftir spinningtíma heldur flestir með hvínandi són í eyrunum líka. „Þetta var frábærlega skemmtilegt," sagði Óttarr Proppé, sem útilokar ekki frekari spilamennsku fyrir líkamsræktarfólk. Verið var að kynna aðra breiðskífu Spocksins í fullri lengd, Falcon Christ. Fyrsta upplag plötunnar inniheldur auka DVD-disk með tónleikum Dr. Spock á Nasa á Iceland Airwaves í fyrra. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í svokölluðum Skítatúr sem hljómsveitin fer með sveitunum Agent Fresco og Slugs. Báðar þessar sveitir gefa nú út sínar fyrstu plötur. Í kvöld spila sveitirnar á Laugarvatni. Á föstudagskvöldið verða þær á Paddy's í Keflavík og á laugardagskvöldið í félagsmiðstöðinni X-ið á Stykkishólmi. Skítatúrnum lýkur svo í Bíóhöllinni á Akranesi á sunnudagskvöldið.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Nældi sér í einn umdeildan Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“