Mamma og pabbi hjálpa 27. nóvember 2008 01:45 Semur lögin, syngur og spilar á gítar á sinni fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár," segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Þar söng ég frumsamin lög og spilaði á gítar, sem ég var þá að byrja að læra á. Mamma og pabbi reyndu svo að koma mér á framfæri í einhverjum afmælum hjá ættingjum," útskýrir Elín sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur og tónlistarmannsins Eyþórs Gunnarssonar. Aðspurð segist hún ekki upplifa það sem pressu og segist njóta mikils stuðnings foreldra sinna. „Mamma og pabbi hafa alveg stutt mig í þessu og það er væri ekki hægt að ímynda sér betri foreldra í þessari stöðu," segir Elín. „Á plötunni er átta lög eftir mig og tvö bónus lög sem eru upptökur af þekktum lögum sem ég söng á Q-bar með blúsbandinu Köttum. Eitt laganna samdi ég með vinkonu minni Myrru Rós Þrastardóttur sem teiknaði einnig myndina framan á plötuumslagið og svo söng Sigga systir mín bakraddir," bætir hún við og segist ánægð með viðtökurnar sem diskurinn hefur fengið. „Nú erum við að vinna í að koma honum á fleiri staði," segir Elín sem heldur á Vestfirði í næsta mánuði og spilar á Café Rosenberg 5. og 6. desember. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég er búin að vera að syngja í þrjú fjögur ár," segir Elín Eyþórsdóttir átján ára sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, See you in dreamland. „Ég söng fyrst á kaffi Hljómalind þegar ég sá að maður gæti troðið þar upp og lét bara mína nánustu vita. Þar söng ég frumsamin lög og spilaði á gítar, sem ég var þá að byrja að læra á. Mamma og pabbi reyndu svo að koma mér á framfæri í einhverjum afmælum hjá ættingjum," útskýrir Elín sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir söngkonunnar Ellenar Kristjánsdóttur og tónlistarmannsins Eyþórs Gunnarssonar. Aðspurð segist hún ekki upplifa það sem pressu og segist njóta mikils stuðnings foreldra sinna. „Mamma og pabbi hafa alveg stutt mig í þessu og það er væri ekki hægt að ímynda sér betri foreldra í þessari stöðu," segir Elín. „Á plötunni er átta lög eftir mig og tvö bónus lög sem eru upptökur af þekktum lögum sem ég söng á Q-bar með blúsbandinu Köttum. Eitt laganna samdi ég með vinkonu minni Myrru Rós Þrastardóttur sem teiknaði einnig myndina framan á plötuumslagið og svo söng Sigga systir mín bakraddir," bætir hún við og segist ánægð með viðtökurnar sem diskurinn hefur fengið. „Nú erum við að vinna í að koma honum á fleiri staði," segir Elín sem heldur á Vestfirði í næsta mánuði og spilar á Café Rosenberg 5. og 6. desember.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“