Þjóðverjar veita hjálparhönd 14. nóvember 2008 09:00 Baldvin Esra Einarsson segir að uppátæki þýsks kollega síns hafi komið skemmtilega á óvart. Mynd/Heiða.is Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrirtækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálpið okkur að bjarga Íslandi!," segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna," segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðlunum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd," segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræðunni að við séum algjörir drulluhalar en það er ekkert alltaf þannig." - fb
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira