Órafmagnaðir Fjallabræður 28. nóvember 2008 06:15 Fjallabræður syngja í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn og flytja þar sitt nýjasta lag, Hó. mynd/hörður sveinsson Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. „Það vill svo skemmtilega til að mamma hans Bárðar sem prýðir „singulinn“ fyrir jólalagið okkar vinnur í Þjóðminjasafninu. Það kom til tals hvort við ætluðum ekki að spila bráðum og þá lá beint við að spila í Þjóðminjasafninu,“ segir Stefán B. Önundarson Fjallabróðir. „Við erum líka að taka upp myndband við jólalagið og ætlum að nota Þjóðminjasafnið í hluta af því. Fyrst við erum komnir í lakkskó og bindi, af hverju ekki að nýta það?“ Lagið Hó, þar sem kórinn syngur undir dynjandi rokki, var tekið upp sama dag og það var æft af einhverju viti í fyrsta skipti. „Þannig gerast kaupin á eyrinni,“ segir Stefán. „Það tók viku að semja það og við vorum í einn dag að taka það upp.“ Hann segir Fjallabræður ætla að syngja sex til sjö lög í Þjóðminjasafninu og í þetta sinn verði allt saman órafmagnað, þ.e. án þess að hljóðnemar verði notaðir. „Núna þurfum við að sýna virkilega hvað í okkur býr þegar hljóðmaðurinn getur ekki lækkað í ákveðnum mönnum,“ segir Stefán og bætir við: „Það er löngu kunnugt að við erum ekki besti karlakór á Íslandi en við erum bestu karlmenn í kór á Íslandi.“ Ókeypis er á tónleikana á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan 16. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Karlakórinn Fjallabræður frá Flateyri heldur tónleika í Þjóðminjasafninu á sunnudaginn. Þar flytur hann sitt nýjasta lag sem nefnist Hó og er að finna á plötunni Jól í Rokklandi sem er nýkomin út. „Það vill svo skemmtilega til að mamma hans Bárðar sem prýðir „singulinn“ fyrir jólalagið okkar vinnur í Þjóðminjasafninu. Það kom til tals hvort við ætluðum ekki að spila bráðum og þá lá beint við að spila í Þjóðminjasafninu,“ segir Stefán B. Önundarson Fjallabróðir. „Við erum líka að taka upp myndband við jólalagið og ætlum að nota Þjóðminjasafnið í hluta af því. Fyrst við erum komnir í lakkskó og bindi, af hverju ekki að nýta það?“ Lagið Hó, þar sem kórinn syngur undir dynjandi rokki, var tekið upp sama dag og það var æft af einhverju viti í fyrsta skipti. „Þannig gerast kaupin á eyrinni,“ segir Stefán. „Það tók viku að semja það og við vorum í einn dag að taka það upp.“ Hann segir Fjallabræður ætla að syngja sex til sjö lög í Þjóðminjasafninu og í þetta sinn verði allt saman órafmagnað, þ.e. án þess að hljóðnemar verði notaðir. „Núna þurfum við að sýna virkilega hvað í okkur býr þegar hljóðmaðurinn getur ekki lækkað í ákveðnum mönnum,“ segir Stefán og bætir við: „Það er löngu kunnugt að við erum ekki besti karlakór á Íslandi en við erum bestu karlmenn í kór á Íslandi.“ Ókeypis er á tónleikana á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan 16.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“