Þetta er bara músik 31. júlí 2008 06:00 Ómar Guðjónsson fer „Fram af“ á nýrri sólóplötu. Fréttablaðið/arnþór Ómar Guðjónsson, yngri bróðir saxófónleikarans Óskars, hefur gefið út aðra plötuna sína, Fram af. „Á fyrstu plötunni var saxófónninn hjá Óskari í forgrunni en nú hef ég losnað við hækjuna og gítarinn er orðinn aðalröddin," segir Ómar. Hann hefur komið víða við og segist vera djassisti sem vill vera poppstjarna. „Maður hefur köllun og músiklegar þarfir sem þarf að fullnægja. Ég söng í hljómsveitinni Ebeneser á sínum tíma. Við tókum þátt í Músiktilraunum og komumst í úrslit og allt. Bakgrunnurinn hjá mér er Hendrix og Led Zeppelin og slík tónlist, en í djassinum fann ég að ég mátti gera hvað sem er. Maður gat tjáð sig frá A-Ö í lögunum. Það voru engar hömlur. Því meira sem ég kemst út fyrir rammann því betur líður mér." Ómar segist tjá sig með gítarnum í stað þess að reyna að tjá sig í söng. Hann segir þó að allt geti gerst: „Ég gæti þess vegna verið farinn að syngja með rokkbandi eftir fimm ár." Fram af er tríóplata. Með Ómari spila þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Platan var tekin upp í Heita pottinum í mars. „Ég lít ekki á þetta sem djassplötu," segir Ómar. „Þetta er bara músik fyrir mér. Ég leyfi öðrum að skilgreina hana betur." - glh Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ómar Guðjónsson, yngri bróðir saxófónleikarans Óskars, hefur gefið út aðra plötuna sína, Fram af. „Á fyrstu plötunni var saxófónninn hjá Óskari í forgrunni en nú hef ég losnað við hækjuna og gítarinn er orðinn aðalröddin," segir Ómar. Hann hefur komið víða við og segist vera djassisti sem vill vera poppstjarna. „Maður hefur köllun og músiklegar þarfir sem þarf að fullnægja. Ég söng í hljómsveitinni Ebeneser á sínum tíma. Við tókum þátt í Músiktilraunum og komumst í úrslit og allt. Bakgrunnurinn hjá mér er Hendrix og Led Zeppelin og slík tónlist, en í djassinum fann ég að ég mátti gera hvað sem er. Maður gat tjáð sig frá A-Ö í lögunum. Það voru engar hömlur. Því meira sem ég kemst út fyrir rammann því betur líður mér." Ómar segist tjá sig með gítarnum í stað þess að reyna að tjá sig í söng. Hann segir þó að allt geti gerst: „Ég gæti þess vegna verið farinn að syngja með rokkbandi eftir fimm ár." Fram af er tríóplata. Með Ómari spila þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Platan var tekin upp í Heita pottinum í mars. „Ég lít ekki á þetta sem djassplötu," segir Ómar. „Þetta er bara músik fyrir mér. Ég leyfi öðrum að skilgreina hana betur." - glh
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira