Hringdu sjálfir í löggurnar sem handtóku þá Óli Tynes skrifar 31. maí 2008 17:52 Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Tveir menn sem lögreglan í Grindavík hafði afskipti af í gær, eru ekki sáttir við frásögn af atburðinum sem birtist á Vísi. Sú frásögn var höfð eftir lögreglunni. Sagt var að mennirnir hefðu verið með ölvunarlæti og annar þeirra hefði ýtt við lögregluþjóni. Hann hefði verið handtekinn og hefði þá vinur hans skorist í leikinn. Hann hefði einnig verið handtekinn og lögreglan beitt piparúða til þess að hafa þá undir. Þetta segja þeir félagar að sé fjarri lagi. Þeir séu sjómenn og hafi verið að skemmta sér fyrir sjómannadaginn á Kaffi Grindavík. Þeir hafi vissulega verið við skál, en aðeins glaðir og sáttir við heiminn. Það hafi hinsvegar ekki allir verið og einn gestanna slegið annan þeirra. Þeim manni hafi verið vísað á dyr, en hann staðið fyrir utan og beðið. Þóttust vinirnir vissir um að hann ætlaði að halda slagsmálunum áfram þegar þeir kæmu út, og hringdu því sjálfir í lögregluna. Hún kom eftir dágóða stund og talað við manninn sem var utan dyra og leitað á honum. Svo leyfðu þeir honum að fara. Þeir félagar segja að vinur þess sem var sleginn hafi þá tekið í hönd lögreglumanns og spurt hvort þeir ætluðu ekki að handtaka þann sem barði. Þá hafi honum umsvifalaust verið skellt í götuna og hann handjárnaður. Sá sem var sleginn mótmælti handtökunni. Hann viðurkennir að sér hafi legið hátt rómur, en ekki þó verið með nein öskur eða ólæti. Hann segir að hann hafi elt lögreluþjónana að bíl þeirra, þrátt fyrir að þeir skipuðu honum að hætta því og láta kyrrt liggja. Þá hafi lögregluþjónn snúið sér við og sprautað piparúða í andlit mótmælandans. Hann var svo einnig handjárnaður. Ekki voru þeir þó sviptir frelsinu lengi. Þeim var báðum sleppt án skýrslutöku og lögreglan skutlaði þeim sem fékk piparúðann framan í sig heim til pabba og mömmu. Þar loks gat hann skolað úðann úr augunum. Þeir félagar segja fjölda vitna að atburðinum. Þeir hafa ekki hugsað sér að kæra lögregluna, en vildu að þeirra hlið á málinu kæmi fram
Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira