Garðar heldur tónleika 12. desember 2008 08:00 Garðar Cortes Mynd fréttablaðið/ Garðar Cortes, hinn dáði tenórsöngvari, mun halda tvenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbókmenntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Tónleikarnir verða mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. desember og hefjast kl. 12.15. Á síðari árum hefur það orðið fátíðara að Garðar hafi sungið opinberlega og því mikill happafengur að fá að njóta hæfileika söngvarans nú á aðventunni. Garðar og sænski píanóleikarinn Robert Sund hafa starfað reglulega saman frá árinu 1980. Á tónleikunum munu Garðar og Robert einnig flytja lög af nýjum geisladisk sem er að koma út um þessar mundir og seldur verður á Kjarvalsstöðum. Þeir halda síðan tónleikaför sinni áfram til Uppsala í Svíþjóð. Garðar Cortes þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur á síðari árum beint kröftum sínum æ meira að hljómsveitarstjórn. Garðar er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórsins. Robert Sund hefur um langt skeið kennt við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi, leikið á píanó, útsett, samið og stjórnað en leiðir tvímenninganna lágu fyrst saman á norrænu kóramóti þar sem þeir voru báðir stjórnendur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa yfir í um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er fyrir eldri borgara og námsmenn. Fyrir og eftir tónleika býður veitingasalan á Kjarvalsstöðum upp á úrval rétta á hagkvæmu verði. - pbb Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Garðar Cortes, hinn dáði tenórsöngvari, mun halda tvenna hádegistónleika á Kjarvalsstöðum þar sem hann flytur helstu jólaperlur tónbókmenntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Tónleikarnir verða mánudaginn 15. og þriðjudaginn 16. desember og hefjast kl. 12.15. Á síðari árum hefur það orðið fátíðara að Garðar hafi sungið opinberlega og því mikill happafengur að fá að njóta hæfileika söngvarans nú á aðventunni. Garðar og sænski píanóleikarinn Robert Sund hafa starfað reglulega saman frá árinu 1980. Á tónleikunum munu Garðar og Robert einnig flytja lög af nýjum geisladisk sem er að koma út um þessar mundir og seldur verður á Kjarvalsstöðum. Þeir halda síðan tónleikaför sinni áfram til Uppsala í Svíþjóð. Garðar Cortes þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann hefur á síðari árum beint kröftum sínum æ meira að hljómsveitarstjórn. Garðar er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórsins. Robert Sund hefur um langt skeið kennt við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi, leikið á píanó, útsett, samið og stjórnað en leiðir tvímenninganna lágu fyrst saman á norrænu kóramóti þar sem þeir voru báðir stjórnendur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa yfir í um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en frítt er fyrir eldri borgara og námsmenn. Fyrir og eftir tónleika býður veitingasalan á Kjarvalsstöðum upp á úrval rétta á hagkvæmu verði. - pbb
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira