Guðmundur betri kostur en Viggó Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2008 08:30 Ólafur Stefánsson segir að það hefði verið best ef Alfreð hefði getað haldið áfram með landsliðið. Hann vill fá íslenskan þjálfara og honum líst ekki á að fá Bogdan aftur. Mynd/Pjetur Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði hefur ákveðnar skoðanir á landsliðsþjálfaramálum íslenska landsliðsins. Hann mælir með Óskari Bjarna Óskarssyni í starfið en segir fleiri kosti koma til greina. Honum hugnast ágætlega að fá Guðmund Guðmundsson aftur en setur spurningarmerki við Viggó Sigurðsson. Aðspurður segir hann ekki koma til greina að þjálfa liðið sjálfur þó svo að það væri tímabundið. „Dagur og Geir hefðu verið góðir í starfið að mínu mati og ég persónulega vildi fá Dag. Ég held að Patrekur eigi eftir að verða flottur þjálfari eftir nokkur ár en kannski ekki tilbúinn núna. Óskar Bjarni gæti komið inn að mínu mati og ekki væri verra ef hann hefði góðan mann með sér. Hann er vel að sér og frábær persónuleiki,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið en hann segist hafa verið misskilinn þegar fólk taldi að hann vildi útlending í starfið er hann óskaði eftir manni með nýjar hugmyndir og ferska strauma. Liðið má ekki við of miklum breytingum„Ég vil þjálfara með heildarsýn og helst íslenskan. Ekki útlending sem ætlar að breyta öllu því það er of seint. Liðið má ekki við of miklum breytingum á þessum tímapunkti. Það gæti orðið hættulegt enda finnst mér ekki vanta mikið upp á hjá liðinu. Þjálfarinn þarf að vera virkur, í góðu sambandi við leikmennina og sífellt að halda mönnum við efnið og peppa þá upp fyrir ólympíuverkefnið. Nú er undirbúningstímabilið hjá okkur í landsliðinu fyrir ólympíuleikana hafið að mínu mati. Menn eiga að vera byrjaðir að undirbúa sig í hausnum og vera með fókus á verkefninu. Ég vil að menn byrji að undirbúa sig hjá sínum félagsliðum og geri örlítið betur hverju sinni og leggi meira á sig með hliðsjón af ólympíuverkefninu sem er fram undan. Hæfileikarnir eru til staðar að fara áfram og þegar kviknar á vélinni getur allt gerst. Ef menn eru ekki meðvitaðir og horfa ekki fram í tímann þá getur komið eitthvað óvænt upp á. Þetta snýst um metnað og að setja pressu á sig. Ef menn tapa þá geta þeir í það minnsta huggað sig við að hafa gert allt sem þeir gátu til að ná markmiðinu,“ sagði Ólafur. Nokkur nöfn eru uppi á borðinu þessa dagana sem mögulegir landsliðsþjálfarar. Bogdan Kowalczyk sagði við Vísi að hann væri til í að hjálpa Íslandi og tveir aðrir fyrrum landsliðsþjálfarar – Guðmundur Guðmundsson og Viggó Sigurðsson – hafa ekki viljað loka hurðinni á að koma inn aftur. „Það væri allt í lagi að fá Gumma en ég set spurningarmerki við Viggó. Mér finnst Guðmundur vera betri kostur en Viggó. Við erum enn að spila svolítinn Gummabolta. Ég segi nei við Bogdan því ég held að hann sé vel á eftir en ég tek samt ekkert frá honum það sem hann gerði fyrir handboltann á Íslandi sem var frábært,“ sagði Ólafur. Íslenski handboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði hefur ákveðnar skoðanir á landsliðsþjálfaramálum íslenska landsliðsins. Hann mælir með Óskari Bjarna Óskarssyni í starfið en segir fleiri kosti koma til greina. Honum hugnast ágætlega að fá Guðmund Guðmundsson aftur en setur spurningarmerki við Viggó Sigurðsson. Aðspurður segir hann ekki koma til greina að þjálfa liðið sjálfur þó svo að það væri tímabundið. „Dagur og Geir hefðu verið góðir í starfið að mínu mati og ég persónulega vildi fá Dag. Ég held að Patrekur eigi eftir að verða flottur þjálfari eftir nokkur ár en kannski ekki tilbúinn núna. Óskar Bjarni gæti komið inn að mínu mati og ekki væri verra ef hann hefði góðan mann með sér. Hann er vel að sér og frábær persónuleiki,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið en hann segist hafa verið misskilinn þegar fólk taldi að hann vildi útlending í starfið er hann óskaði eftir manni með nýjar hugmyndir og ferska strauma. Liðið má ekki við of miklum breytingum„Ég vil þjálfara með heildarsýn og helst íslenskan. Ekki útlending sem ætlar að breyta öllu því það er of seint. Liðið má ekki við of miklum breytingum á þessum tímapunkti. Það gæti orðið hættulegt enda finnst mér ekki vanta mikið upp á hjá liðinu. Þjálfarinn þarf að vera virkur, í góðu sambandi við leikmennina og sífellt að halda mönnum við efnið og peppa þá upp fyrir ólympíuverkefnið. Nú er undirbúningstímabilið hjá okkur í landsliðinu fyrir ólympíuleikana hafið að mínu mati. Menn eiga að vera byrjaðir að undirbúa sig í hausnum og vera með fókus á verkefninu. Ég vil að menn byrji að undirbúa sig hjá sínum félagsliðum og geri örlítið betur hverju sinni og leggi meira á sig með hliðsjón af ólympíuverkefninu sem er fram undan. Hæfileikarnir eru til staðar að fara áfram og þegar kviknar á vélinni getur allt gerst. Ef menn eru ekki meðvitaðir og horfa ekki fram í tímann þá getur komið eitthvað óvænt upp á. Þetta snýst um metnað og að setja pressu á sig. Ef menn tapa þá geta þeir í það minnsta huggað sig við að hafa gert allt sem þeir gátu til að ná markmiðinu,“ sagði Ólafur. Nokkur nöfn eru uppi á borðinu þessa dagana sem mögulegir landsliðsþjálfarar. Bogdan Kowalczyk sagði við Vísi að hann væri til í að hjálpa Íslandi og tveir aðrir fyrrum landsliðsþjálfarar – Guðmundur Guðmundsson og Viggó Sigurðsson – hafa ekki viljað loka hurðinni á að koma inn aftur. „Það væri allt í lagi að fá Gumma en ég set spurningarmerki við Viggó. Mér finnst Guðmundur vera betri kostur en Viggó. Við erum enn að spila svolítinn Gummabolta. Ég segi nei við Bogdan því ég held að hann sé vel á eftir en ég tek samt ekkert frá honum það sem hann gerði fyrir handboltann á Íslandi sem var frábært,“ sagði Ólafur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira