Eiður: Ekkert El Clásico án Ronaldinho 20. desember 2007 15:43 Eiður og Ronaldinho eru góðir félagar NordicPhotos/GettyImages Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum. Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum.
Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira