Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna 25. nóvember 2007 18:50 Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga." Fréttir Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. REI-málið hefur marga anga og flókna. Samkrull opinbers félags og viðskiptahátta á einkamarkaði sprakk framan í stjórnmálamenn, meðal annars þegar upp komst um verðmæta kaupréttarsamninga opinberra starfsmanna. Enn einn angi óx á málið á föstudaginn þegar Júlíus Vifill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV að menn skyldu opnir fyrir því að REI keypti í öðrum fyrirtækjum vegna orkuverkefna. Iðnaðarráðherra og Björn Ingi Hrafnsson voru ekki seinir á sér og sökuðu Júlíus um algera kúvendingu í afstöðu sinni til REI. Júlíus hefur hafnað því og í dag segir hann í Fréttablaðinu, orðrétt: "Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás." Ekki er það alveg svo. Á sáttafundi Sjálfstæðismanna þann 8. október, sagði oddviti Júlíusar og sjálfstæðismanna, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, að: "það er í raun ekki samræmanlegt að okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum." Þremur dögum síðar, daginn sem meirihlutinn féll, ítrekaði Vilhjálmur þessa skoðun: "Þetta eru áhættusöm verkefni sem fara fram í, í Indónesíu eða í Slóvakíu, í Kína og annarsstaðar þannig að við teljum að þannig eigi ekki að verja fjármunum og við erum bara trúir okkar sannfæringu, stefnu okkar flokks sem að, að opinber fyrirtæki séu ekki í bullandi áhætturekstri." Og Júlíus sagði sjálfur í byrjun október: "Ég er ekki hlynntur því almennt að Orkuveitan sé að standa í samkeppnisrekstri. Það er ekki við hæfi, þetta er opinbert fyrirtæki í eigu sveitarfélaga."
Fréttir Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira