Ísland tapaði fyrir Ungverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2007 19:55 21.26 Lokastaða: 17-23 Ísland tapaði með sex marka mun. Slæm byrjun á seinni hálfleik varð liðinu að falli. Alfreð Gíslason þjálfari leyfði öllum leikmönnum að spreyta sig í kvöld og var sennilega ekki að stressa sig of mikið á úrslitinum. Þetta var aðeins fyrsta skrefið í löngu undirbúningsferli fyrir EM í Noregi og fer vonandi bara batnandi. Hreiðar Guðmundsson var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Hann varði alls tíu skot, samtals 40% skotanna sem hann fékk á sig. Mörk Íslands: Alexander Petersson 4, Jaliesky Garcia 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3/2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Hannes Jón Jónsson 1, Sigfús Sigurðsson 1, Heimir Örn Árnason 1, Bjarni Fritzson 1, Baldvin Þorsteinsson 1/1. Mörk Ungverjalands: Ilyes 6, Frey 4, Gál 3, Gulyas 2, Ivancsik 2, Katzirz 2, Mocsai 1, Herbert 1, Nagy 1, Zubai 1. Varin skot: Fazekas 13 (43%), Mikler 1/1 (100%) 21.10 Staðan: 14-19 Íslendingar laga aðeins stöðuna. Hreiðar er kominn aftur í markið og byrjaði á því að verja í fyrstu sókn Ungverjanna og leggja svo upp hraðaupphlaupsmark. Ungverjar hafa þó enn góð tök á leiknum. 21.00 Staðan: 10-17 Ungverjar byrja síðari hálfleikinn af krafti og skora úr nánast öllum sínum skotum. Birkir Ívar er kominn í markið í stað Hreiðars. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en um rúmar fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum. Skelfilegur leikkafli hjá íslenska liðinu. Reyndar verður að taka fram að margir óreyndir leikmenn fá nú að spreyta sig. 20.43 Hálfleikur: 9-10 Ungverjar komust í tveggja marka forystu en Íslendingar skoruðu síðasta mark hálfleiksins. Vörnin var sterk um miðbik hálfleiksins en gaf svo aftur eftir undir lokin. Íslensku sóknarmennirnir voru einnig duglegir að láta ungverska markvörðinn verja frá sér í dauðafærum. Greinilegt er að um æfingaleik er að ræða því bæði lið eru talsvert frá sínu besta. 20.32 Staðan 8-8 Sigfús Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt í leiknum og jafnaði metin fyrir Ísland. Ungverjarnir fá svo víti í næstu sókn en skjóta öðru sinni í stöngina og út. Alfreð Gíslason tekur leikhlé í kjölfarið. 20.28 Staðan 7-8 Leikurinn er jafn og spennandi en Ísland komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 7-6. Ungverjarnir tóku þá leikhlé og skoruðu strax í fyrstu sókn og komust síðan yfir. Markvörður Ungverja, Nandor Fazekas, hefur farið á kostum í markinu og varið vel frá íslensku strákunum. Alfreð Gíslason ætti að þekkja hann vel því Fazekas er leikmaður Gummersbach. 20.17 Staðan: 5-6 Ungverjarnir byrjuðu betur og komust í 4-1. Íslenska vörnin var afar slök í upphafi en lagaðist eftir því sem á leið. Jaliesky Garcia hefur ekki verið feiminn við að skjóta og hefur skorað þrjú mörk úr sex skotum. Hreiðar byrjaði í markinu og hefur verið fínn. Snorri Steinn hefur skorað tvö en bæði úr vítum. 19.55 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst eftir fáeinar mínútur. Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir EM í Noregi sem hefst í janúar á næsta ári. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
21.26 Lokastaða: 17-23 Ísland tapaði með sex marka mun. Slæm byrjun á seinni hálfleik varð liðinu að falli. Alfreð Gíslason þjálfari leyfði öllum leikmönnum að spreyta sig í kvöld og var sennilega ekki að stressa sig of mikið á úrslitinum. Þetta var aðeins fyrsta skrefið í löngu undirbúningsferli fyrir EM í Noregi og fer vonandi bara batnandi. Hreiðar Guðmundsson var langbesti leikmaður Íslands í kvöld. Hann varði alls tíu skot, samtals 40% skotanna sem hann fékk á sig. Mörk Íslands: Alexander Petersson 4, Jaliesky Garcia 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3/2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Hannes Jón Jónsson 1, Sigfús Sigurðsson 1, Heimir Örn Árnason 1, Bjarni Fritzson 1, Baldvin Þorsteinsson 1/1. Mörk Ungverjalands: Ilyes 6, Frey 4, Gál 3, Gulyas 2, Ivancsik 2, Katzirz 2, Mocsai 1, Herbert 1, Nagy 1, Zubai 1. Varin skot: Fazekas 13 (43%), Mikler 1/1 (100%) 21.10 Staðan: 14-19 Íslendingar laga aðeins stöðuna. Hreiðar er kominn aftur í markið og byrjaði á því að verja í fyrstu sókn Ungverjanna og leggja svo upp hraðaupphlaupsmark. Ungverjar hafa þó enn góð tök á leiknum. 21.00 Staðan: 10-17 Ungverjar byrja síðari hálfleikinn af krafti og skora úr nánast öllum sínum skotum. Birkir Ívar er kominn í markið í stað Hreiðars. Íslenska liðið skoraði ekki fyrr en um rúmar fimm mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum. Skelfilegur leikkafli hjá íslenska liðinu. Reyndar verður að taka fram að margir óreyndir leikmenn fá nú að spreyta sig. 20.43 Hálfleikur: 9-10 Ungverjar komust í tveggja marka forystu en Íslendingar skoruðu síðasta mark hálfleiksins. Vörnin var sterk um miðbik hálfleiksins en gaf svo aftur eftir undir lokin. Íslensku sóknarmennirnir voru einnig duglegir að láta ungverska markvörðinn verja frá sér í dauðafærum. Greinilegt er að um æfingaleik er að ræða því bæði lið eru talsvert frá sínu besta. 20.32 Staðan 8-8 Sigfús Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt í leiknum og jafnaði metin fyrir Ísland. Ungverjarnir fá svo víti í næstu sókn en skjóta öðru sinni í stöngina og út. Alfreð Gíslason tekur leikhlé í kjölfarið. 20.28 Staðan 7-8 Leikurinn er jafn og spennandi en Ísland komst yfir í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 7-6. Ungverjarnir tóku þá leikhlé og skoruðu strax í fyrstu sókn og komust síðan yfir. Markvörður Ungverja, Nandor Fazekas, hefur farið á kostum í markinu og varið vel frá íslensku strákunum. Alfreð Gíslason ætti að þekkja hann vel því Fazekas er leikmaður Gummersbach. 20.17 Staðan: 5-6 Ungverjarnir byrjuðu betur og komust í 4-1. Íslenska vörnin var afar slök í upphafi en lagaðist eftir því sem á leið. Jaliesky Garcia hefur ekki verið feiminn við að skjóta og hefur skorað þrjú mörk úr sex skotum. Hreiðar byrjaði í markinu og hefur verið fínn. Snorri Steinn hefur skorað tvö en bæði úr vítum. 19.55 Velkomin til leiks hér á Vísi. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst eftir fáeinar mínútur. Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir EM í Noregi sem hefst í janúar á næsta ári. Íslenska liðið: Birkri Ívar Guðmundsson Hreiðar Guðmundsson Bjarni Fritzson Sigfús Sigurðsson Ásgeir Örn Hallgrímsson Arnór Atlason Heimir Örn Árnason Snorri Steinn Guðjónsson Alexander Petersson Sverre Jakobsson Róbert Gunnarsson Jaliesky Garcia Jóhann Gunnar Einarsson Hannes Jón Jónsson Magnús Stefánsson
Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira