Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 24. október 2007 10:39 MYND/Getty Images Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun. Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun.
Vísindi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent