Afmælisgjafirnar brunnu upp Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 19. september 2007 18:28 Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Í Bítinu á Bylgjunni var fyrir skömmu viðtal við Stefán Halldórsson sem fékk ársgamall sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum. Þetta var árið 1960. Næstu tólf árin voru lagðar inn á bókina afmælisgjafir og þessháttar, síðast árið 1972. Þá voru 2759 krónur og 80 aurar inni á bókinni. Bókin fannst svo fyrir tilviljun nýverið þegar móðir Stefáns var að róta í kössum uppi á háalofti. Stefáni lék forvitni á að vita hversu há upphæðin væri í dag en þá hafði hún legið óhreyfð á vöxtum í 35 ár og gæti því verið orðin drjúgur skildingur. Óekki. Nú á Stefán heilar 939 krónur inni hjá Kaupþingi. Tölurnar segja kannski lítið - en verðsamanburður sýnir að í stað þess að vaxa, eins og maður ætlast til af bankainnistæðum - hefur upphæðin rýrnað. Verulega. Kíkjum á nokkrar nauðsynjar. Fyrir 35 árum gastu keypt 178 lítra af mjólk fyrir 2759 kr. Í dag færðu 13 lítra fyrir 939 kr. Sjötíu og tvö gastu farið 317 sinnum í strætó á afsláttarmiða. Í dag kemstu fjórar afsláttarferðir með strætó. Þá gastu dælt 172 lítrum af bensíni á bílinn. Miðað við algengt verð á bensíni í dag - færðu 7 lítra. Þá fékkstu 3,15 lítra af brennivíni fyrir upphæðina. Nú færðu tæpan fjórðung úr lítra. Og þá er það sígarettupakkinn. Þá fékkstu 39 pakka, nú færðu um það bil einn og hálfan pakka af winston. Stefán sagði í samtali við fréttastofu sérstakt að í ljósi lúxusferða og ofurlauna manna sem þéna jafnmikið á ári og verkamenn alla starfsævina - að þeir sem lögðu grunninn að þessum bönkum - fái svona ávöxtun. Svona ávöxtun er bara grín, sagði Stefán. Það má með sanni segja því miðað við sígarettuvísitöluna hefur upphæðin rýrnað um 96% - en 99% ef miðað er við afsláttarferð í strætó. Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Í Bítinu á Bylgjunni var fyrir skömmu viðtal við Stefán Halldórsson sem fékk ársgamall sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum. Þetta var árið 1960. Næstu tólf árin voru lagðar inn á bókina afmælisgjafir og þessháttar, síðast árið 1972. Þá voru 2759 krónur og 80 aurar inni á bókinni. Bókin fannst svo fyrir tilviljun nýverið þegar móðir Stefáns var að róta í kössum uppi á háalofti. Stefáni lék forvitni á að vita hversu há upphæðin væri í dag en þá hafði hún legið óhreyfð á vöxtum í 35 ár og gæti því verið orðin drjúgur skildingur. Óekki. Nú á Stefán heilar 939 krónur inni hjá Kaupþingi. Tölurnar segja kannski lítið - en verðsamanburður sýnir að í stað þess að vaxa, eins og maður ætlast til af bankainnistæðum - hefur upphæðin rýrnað. Verulega. Kíkjum á nokkrar nauðsynjar. Fyrir 35 árum gastu keypt 178 lítra af mjólk fyrir 2759 kr. Í dag færðu 13 lítra fyrir 939 kr. Sjötíu og tvö gastu farið 317 sinnum í strætó á afsláttarmiða. Í dag kemstu fjórar afsláttarferðir með strætó. Þá gastu dælt 172 lítrum af bensíni á bílinn. Miðað við algengt verð á bensíni í dag - færðu 7 lítra. Þá fékkstu 3,15 lítra af brennivíni fyrir upphæðina. Nú færðu tæpan fjórðung úr lítra. Og þá er það sígarettupakkinn. Þá fékkstu 39 pakka, nú færðu um það bil einn og hálfan pakka af winston. Stefán sagði í samtali við fréttastofu sérstakt að í ljósi lúxusferða og ofurlauna manna sem þéna jafnmikið á ári og verkamenn alla starfsævina - að þeir sem lögðu grunninn að þessum bönkum - fái svona ávöxtun. Svona ávöxtun er bara grín, sagði Stefán. Það má með sanni segja því miðað við sígarettuvísitöluna hefur upphæðin rýrnað um 96% - en 99% ef miðað er við afsláttarferð í strætó.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði