Um 10 þúsund aðkomumenn á Ljósanótt Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. september 2007 12:07 Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld. Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld.
Innlent Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira