Bæjarstjóri segir gagnrýni Kársnesbúa óvægna Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 11:42 Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. Það vor troðfullt út úr dyrum í Salnum í Kópavogi í gær þegar íbúasamtökin Betri Byggð stóðu fyrir fundi um þær skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á Kársnesi af hálfu bæjarins. Um fjögur hundruð manns sóttu fundinn og þess var meðal annars krafist að lausn yrði fundin á umferðar- og mengunarmálum. Arna Harðardóttir formaður samtakanna segir mikinn samhug í íbúum. Samtökin skora á bæinn að draga skipulagshugmyndirnar til baka, stækkun hafnarinnar, atvinnuhúsnæði og landfyllingu í tengslum við það. Auk þess verði fallið frá stórfelldri íbúafjölgun og nýjar hugmyndir lagðar fram þegar búið sé að leysa umferðar og mengunarmál Gunnar Birgisson bæjarstjóri var meðal frummælenda á fundinum. Hann sagði að ekki yrði fallið frá byggingu rúmlega tvö hundruð íbúða, en bæjarstjórnin væri tilbúin að skoða kröfur íbúasamtakanna. Hann segir nýjan hafnarkant helst fara í taugarnar á fólki, en hann sé tilbúinn að endurskoða hann og önnur mál. Allir séu þó sammála um að hreinsa þurfi til á Kársnesinu. Íbúar á Kársnesi mótmæla áformunum á táknrænan hátt og hafa sett upp rauða borða við hús sín. Rúmlega tvö hundruð garðar eru nú skreyttir með þessum hætti. Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. Það vor troðfullt út úr dyrum í Salnum í Kópavogi í gær þegar íbúasamtökin Betri Byggð stóðu fyrir fundi um þær skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á Kársnesi af hálfu bæjarins. Um fjögur hundruð manns sóttu fundinn og þess var meðal annars krafist að lausn yrði fundin á umferðar- og mengunarmálum. Arna Harðardóttir formaður samtakanna segir mikinn samhug í íbúum. Samtökin skora á bæinn að draga skipulagshugmyndirnar til baka, stækkun hafnarinnar, atvinnuhúsnæði og landfyllingu í tengslum við það. Auk þess verði fallið frá stórfelldri íbúafjölgun og nýjar hugmyndir lagðar fram þegar búið sé að leysa umferðar og mengunarmál Gunnar Birgisson bæjarstjóri var meðal frummælenda á fundinum. Hann sagði að ekki yrði fallið frá byggingu rúmlega tvö hundruð íbúða, en bæjarstjórnin væri tilbúin að skoða kröfur íbúasamtakanna. Hann segir nýjan hafnarkant helst fara í taugarnar á fólki, en hann sé tilbúinn að endurskoða hann og önnur mál. Allir séu þó sammála um að hreinsa þurfi til á Kársnesinu. Íbúar á Kársnesi mótmæla áformunum á táknrænan hátt og hafa sett upp rauða borða við hús sín. Rúmlega tvö hundruð garðar eru nú skreyttir með þessum hætti.
Innlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira