NATO sagði mikilvægt að reka íslenska loftvarnarkerfið áfram Guðjón Helgason skrifar 15. ágúst 2007 19:02 Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. Allur búnaður loftvarnarkerfisins er í eigu Atlantshafsbandalagsins en þar til nú hafa Bandaríkjamenn borgað reksturinn. Því hættu þeir í dag. Kerfið nemur merki frá flugvélum sem fara um lofthelgina og sendir merki til að finna vélar sem vilja ekki láta vita af sér. Í dag er loftvarnarkerfi Bandaríkjamanna virkt og kerfi Atlantshafsbandalagsins. Á milli liggur svo íslenska kerfið. Á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember í fyrra óskaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, eftir því að bandalagið tæki að sér eftirlit í íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar og fastaráðs NATO var að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins. Íslenska kerfið yrði að vera til staðar annars væri tómt mál að tala um loftvarnir. Án þess opnast gat milli loftvarnarkerfis Bandaríkjamanna og Evrópubúa. Þar hefðu vélar geta horfið með auðveldum hætti. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reka kerfið áfram og innan fárra vikna verður það hluti þess evrópska. Flugsveitir NATO koma til eftirlits á Íslandi minnst fjórum sinnum á ári og sérstakar ráðstafanir gerðar til að bregðast við aðsteðjandi hættu utan þess tíma sem flugsveitir verða á Íslandi. Atlantshafsbandalagið veitir aðstoð vegna viðhalds á mannvirkjum og búnaði og við þjálfun Íslendinga vegna rekstursins. Íslendingar munu nú greina og samþætta upplýsingar úr kerfinu eins og það er orðað, miðla upplýsingum til stjórnstöðvar NATO og dreifa og miðla upplýsingum sem varða almennt flugöryggi og aðra hagsmuni Íslands til stofnana íslenska ríkisins. Það er svo flugsveita NATO þjóða að bregðast við gerist þess þörf. Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Atlantshafsbandalagið lagði ofuráherslu á að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram eftir að Bandaríkjamenn gæfu það frá sér. Íslendingar tóku í dag við rekstri fjögurra ratsjárstöðva og reka kerfið áfram sem hluta af evrópska loftvarnarkerfinu. Allur búnaður loftvarnarkerfisins er í eigu Atlantshafsbandalagsins en þar til nú hafa Bandaríkjamenn borgað reksturinn. Því hættu þeir í dag. Kerfið nemur merki frá flugvélum sem fara um lofthelgina og sendir merki til að finna vélar sem vilja ekki láta vita af sér. Í dag er loftvarnarkerfi Bandaríkjamanna virkt og kerfi Atlantshafsbandalagsins. Á milli liggur svo íslenska kerfið. Á fundi Atlantshafsbandalagsins í Riga í Lettlandi í nóvember í fyrra óskaði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, eftir því að bandalagið tæki að sér eftirlit í íslenskri lofthelgi. Niðurstaða hermálanefndar og fastaráðs NATO var að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins. Íslenska kerfið yrði að vera til staðar annars væri tómt mál að tala um loftvarnir. Án þess opnast gat milli loftvarnarkerfis Bandaríkjamanna og Evrópubúa. Þar hefðu vélar geta horfið með auðveldum hætti. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að reka kerfið áfram og innan fárra vikna verður það hluti þess evrópska. Flugsveitir NATO koma til eftirlits á Íslandi minnst fjórum sinnum á ári og sérstakar ráðstafanir gerðar til að bregðast við aðsteðjandi hættu utan þess tíma sem flugsveitir verða á Íslandi. Atlantshafsbandalagið veitir aðstoð vegna viðhalds á mannvirkjum og búnaði og við þjálfun Íslendinga vegna rekstursins. Íslendingar munu nú greina og samþætta upplýsingar úr kerfinu eins og það er orðað, miðla upplýsingum til stjórnstöðvar NATO og dreifa og miðla upplýsingum sem varða almennt flugöryggi og aðra hagsmuni Íslands til stofnana íslenska ríkisins. Það er svo flugsveita NATO þjóða að bregðast við gerist þess þörf.
Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira