Óli Palli ánægður með tveggja daga tónlistarveislu 15. ágúst 2007 12:22 Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður MYND/365 Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson sem skipuleggur tónleika Rásar 2 á Menningarnótt í samstarfi við Landsbankann segir frábært að Íslendingum verði boðið upp á tveggja daga samfellda tónlistarveislu um helgina. Hann stendur fyrir tónleikum á Miklatúni á Menningarnótt og Kaupþing heldur afmælistónleika á Laugardalsvelli á föstudag. Þessa tvo daga gefst fólki kostur á að sjá alla helstu hljómsveitir og tónlistarmenn landsins enda dagskráin gjörólík og engar hljómsveitir sem koma fram á föstudag verða aftur á laugardag. Ólafur Páll segist hafa falast eftir því að fá Bubba Morthens með gítarinn til að spila en að hann hafi þá verið búinn að bóka sig á Kaupþingstónleikana. Aðspurður hvort Kaupþing hafi yfirboðið Bubba segist hann ekki vita til þess. Kaupþingsmenn hefðu einfaldlega verið á undan. Ólafur segist auk þess mjög ánægður með að tónlistarmenn sem lengi hafi þurft að berjast í bökkum fái borgað fyrir vinnuna sína. Hann segir að aðrir sem falast hafi verið eftir til að spila á Menningarnótt hafi verið geim. Tónleikarnir hafa verið haldnir í fjögur ár og hafa mörg af númerunum sem koma fram á Kaupþingstónleikunm verið á Menningarnótt undanfarin ár og má þar nefna Bubba, Stuðmenn, Sálina og Björgvin Halldórsson. "Sökum smæðarinnar er ljóst að alltaf verða endurtekningar en við reyndum að velja númerin með það í huga að komast hjá þeim," segir Ólafur. Meðal tónlistaratriða á Menningarnótt í ár eru Eivör Pálsdóttir, Ljótu hálfvitarnir, Vonbrigði, Pétur Ben, Mínus, Megas, Hjálmar, Á móti Sól, Ellen Kristjáns og Mannakorn. Ólafur Páll er ánægður með nýju staðsetningu tónleikanna á Miklatúni og á von á því að bros muni færast yfir gesti meðal annars þegar lög Megasar og Magga Eiríks sem allir þekkja hljóma á túninu.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira