Ekki vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 11. júlí 2007 18:30 Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu. Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira