Metsekt fyrir samkeppnisbrot 4. júlí 2007 13:24 Neelie Kroes, yfirmaður samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, þar sem hún útlistar úrskurðinn gegn Telefonica. Mynd/AFP Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. Telefonica, sem er eina fyrirtækið á Spáni sem hefur yfir að ráða jarðlínutengingum um landið allt, er gefið að sök að hafa krafið netþjónustur of hárra gjalda fyrir háhraðatengingu við kerfi Telefónica. Telefonica hagnaðist á athæfinu með því að bjóða sambærilega þjónustu á lægra verði og þvinga þar með önnur fyrirtæki út af markaðnum. Í úrskurði samkeppnisyfirvalda ESB segir að hátterni Telefonica hafi komið illa niður á neytendum, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Neelie Kroes, yfirmaður samkeppnismála, sagði úrskurðinn skilaboð til annarra fjarskiptafyrirtækja enda muni ESB ekki umbera viðskiptahætti sem þessa. Talsmaður Telefonica segir á móti að fyrirtækið ætli að áfrýja úrskurðinum. Þetta er hæsta greiðsla sem fjarskiptafyrirtæki í Evrópu hefur verið úrskurðað til að greiða og sú næst hæsta sem fyrirtæki í álfunni hefur fengið á sig. Hæstu sektargreiðsluna fékk bandaríski tölvurisinn Microsoft fyrir þremur árum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. Telefonica, sem er eina fyrirtækið á Spáni sem hefur yfir að ráða jarðlínutengingum um landið allt, er gefið að sök að hafa krafið netþjónustur of hárra gjalda fyrir háhraðatengingu við kerfi Telefónica. Telefonica hagnaðist á athæfinu með því að bjóða sambærilega þjónustu á lægra verði og þvinga þar með önnur fyrirtæki út af markaðnum. Í úrskurði samkeppnisyfirvalda ESB segir að hátterni Telefonica hafi komið illa niður á neytendum, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Neelie Kroes, yfirmaður samkeppnismála, sagði úrskurðinn skilaboð til annarra fjarskiptafyrirtækja enda muni ESB ekki umbera viðskiptahætti sem þessa. Talsmaður Telefonica segir á móti að fyrirtækið ætli að áfrýja úrskurðinum. Þetta er hæsta greiðsla sem fjarskiptafyrirtæki í Evrópu hefur verið úrskurðað til að greiða og sú næst hæsta sem fyrirtæki í álfunni hefur fengið á sig. Hæstu sektargreiðsluna fékk bandaríski tölvurisinn Microsoft fyrir þremur árum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf