Dreamliner að líta dagsins ljós 22. maí 2007 14:55 Unnið að lokaáfanga Dreamliner-þotunnar hjá Boeing skammt frá Seattle í Bandaríkjunum í gær. Mynd/AFP Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir að sjö vikur taki að setja fyrstu vélarnar saman en þegar lengra líður en talið að hægt verði að setja saman hverja vél á sex dögum. Þetta mun vera fyrsta nýja farþegaþotan sem Boeing smíðar í áratug, að sögn breska ríkisútvarpsins. Vel hefur gengið að selja vélarnar en pantanir hafa verið lagðar inn fyrir 568 vélum frá 44 flugfélögum. Helsti samkeppnisaðili Boeing, franski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur átt við mikla erfiðleika að etja við smíði á nýjustu flugvél sinni, risaþotunni A380, einni stærstu farþegaflugvél í heimi. Framleiðslan tafist mjög á síðasta ári og er nú svo komið að afhending vélanna er tveimur árum á eftir áætlun.Mun færri flugfélög hafa lagt inn pantanir fyrir risaþotunni Airbus sem gert er ráð fyrir að verði afhent síðar á þessu ári.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Scott Strode, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Boeing, að með framleiðslu vélarinnar hafi verið stigið nýtt skref í hönnun flugvéla. Eru vængirnir búnir til úr plastefni sem gerir það að verkum að vélarnar eru léttari og brenna 20 prósentum minna eldsneyti en aðrar flugvélar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir að sjö vikur taki að setja fyrstu vélarnar saman en þegar lengra líður en talið að hægt verði að setja saman hverja vél á sex dögum. Þetta mun vera fyrsta nýja farþegaþotan sem Boeing smíðar í áratug, að sögn breska ríkisútvarpsins. Vel hefur gengið að selja vélarnar en pantanir hafa verið lagðar inn fyrir 568 vélum frá 44 flugfélögum. Helsti samkeppnisaðili Boeing, franski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur átt við mikla erfiðleika að etja við smíði á nýjustu flugvél sinni, risaþotunni A380, einni stærstu farþegaflugvél í heimi. Framleiðslan tafist mjög á síðasta ári og er nú svo komið að afhending vélanna er tveimur árum á eftir áætlun.Mun færri flugfélög hafa lagt inn pantanir fyrir risaþotunni Airbus sem gert er ráð fyrir að verði afhent síðar á þessu ári.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Scott Strode, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Boeing, að með framleiðslu vélarinnar hafi verið stigið nýtt skref í hönnun flugvéla. Eru vængirnir búnir til úr plastefni sem gerir það að verkum að vélarnar eru léttari og brenna 20 prósentum minna eldsneyti en aðrar flugvélar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent