General Motors hagnast um fjóra milljarða 3. maí 2007 14:03 Rick Wagoner, forstjóri General Motors, ræðir málin. Mynd/AFP Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli. Á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra skilaði bílaframleiðandinn 602 milljóna dala,38,5 milljarða króna, hagnaði. Til samanburðar nam hagnaðurinn í fyrra 1,06 dölum á hlut en hann nemur einungis 11 sentum í ár og talsvert undir væntingum greinenda. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum í ár liggur í afskriftum af lánastarfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir samdrátturinn er þetta annar rekstrarfjórðungurinn í röð sem bílaframleiðandinn skilar hagnaði. General Motors fór í viðamikla endurskipulagningu á rekstri félagsins síðla árs í fyrra eftir tvö viðvarandi taprekstrarár og seldi meðal annars hlut sinn í G.M.A.C., fjármálarmi fyrirtækisins, sem hafði dregið mjög úr afkomu samstæðu bílasamsteypunnar. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC í morgun að fyrirtækið væri á góðu róli og vísaði til þess að sala á bílum lofaði góðu í Bandaríkjunum og Evrópu og væru horfur á góðum árangri á mörkuðum í Kína, Rússlandi og Suður-Ameríku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, annar umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi á eftir Toyota, skilaði hagnaði upp á 62 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er samdráttur upp á 90 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Rick Wagoner, forstjóri bílarisans, segir afkomuna engu að síður á réttu róli. Á fyrstu þremur mánuðum ársins í fyrra skilaði bílaframleiðandinn 602 milljóna dala,38,5 milljarða króna, hagnaði. Til samanburðar nam hagnaðurinn í fyrra 1,06 dölum á hlut en hann nemur einungis 11 sentum í ár og talsvert undir væntingum greinenda. Helsta ástæðan fyrir samdrættinum í ár liggur í afskriftum af lánastarfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir samdrátturinn er þetta annar rekstrarfjórðungurinn í röð sem bílaframleiðandinn skilar hagnaði. General Motors fór í viðamikla endurskipulagningu á rekstri félagsins síðla árs í fyrra eftir tvö viðvarandi taprekstrarár og seldi meðal annars hlut sinn í G.M.A.C., fjármálarmi fyrirtækisins, sem hafði dregið mjög úr afkomu samstæðu bílasamsteypunnar. Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNBC í morgun að fyrirtækið væri á góðu róli og vísaði til þess að sala á bílum lofaði góðu í Bandaríkjunum og Evrópu og væru horfur á góðum árangri á mörkuðum í Kína, Rússlandi og Suður-Ameríku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf