Vilja stýrimannanám til Vestmannaeyja Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 23. apríl 2007 15:20 Frá höfninni í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. Nú horfi til þess að innan skamms verði erfitt að manna skipstjórnarstöður, þrátt fyrir að þær séu hátekjustöður. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna málsins. Sigurgeir B. Kristgeirsson formaður þess segir heilmikla eftirspurn eftir náminu í Eyjum. Bæði sé húsnæði ódýrara auk þess sem auðveldara aðgengi sé að lausaróðrum meðfram námi. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans segist vera mjög jákvæður gagnvart samvinnunni. Hann segir málið á byrjunarstigi, nú sé verið að ræða útfærsluna. Líklega verði um að ræða fjarnám að hluta. Svipuð samvinna er nú á vélstjórnarsviði skólans við framhaldsskólann í Höfn og á Grundarfirði. Elliði hefur rætt hugmyndina við menntamálaráðherra og fjölmarga aðra aðila og segir undirtektir undantekningarlaust góðar. Nálægð við sjávarútvegiinn í þessu öflugasta sjávarútvegsplássi á landinu geri staðsetninguna ákjósanlega. Samþætting atvinnulífs og menntunar sé mjög nauðsynleg. Heimir Karlsson nemandi á stýrimannabraut í Fjöltækniskólanum segir að rúmlega 80 prósent nemenda séu af landsbyggðinni. Hann segir að hann hefði valið námið í Vestmannaeyjum ef það hefði staðið til boða. Ein aðal ástæðan hefði verið möguleikinn á atvinnu með náminu. Elliði segir að verði hugmyndin að veruleika muni námið hefjast strax næsta haust. Innlent Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. Nú horfi til þess að innan skamms verði erfitt að manna skipstjórnarstöður, þrátt fyrir að þær séu hátekjustöður. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna málsins. Sigurgeir B. Kristgeirsson formaður þess segir heilmikla eftirspurn eftir náminu í Eyjum. Bæði sé húsnæði ódýrara auk þess sem auðveldara aðgengi sé að lausaróðrum meðfram námi. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans segist vera mjög jákvæður gagnvart samvinnunni. Hann segir málið á byrjunarstigi, nú sé verið að ræða útfærsluna. Líklega verði um að ræða fjarnám að hluta. Svipuð samvinna er nú á vélstjórnarsviði skólans við framhaldsskólann í Höfn og á Grundarfirði. Elliði hefur rætt hugmyndina við menntamálaráðherra og fjölmarga aðra aðila og segir undirtektir undantekningarlaust góðar. Nálægð við sjávarútvegiinn í þessu öflugasta sjávarútvegsplássi á landinu geri staðsetninguna ákjósanlega. Samþætting atvinnulífs og menntunar sé mjög nauðsynleg. Heimir Karlsson nemandi á stýrimannabraut í Fjöltækniskólanum segir að rúmlega 80 prósent nemenda séu af landsbyggðinni. Hann segir að hann hefði valið námið í Vestmannaeyjum ef það hefði staðið til boða. Ein aðal ástæðan hefði verið möguleikinn á atvinnu með náminu. Elliði segir að verði hugmyndin að veruleika muni námið hefjast strax næsta haust.
Innlent Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent