Stýrivaxtahækkun vofir yfir Bretlandi 18. apríl 2007 13:41 Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum og vísaði til þess að verðbólga hefði lækkað lítillega í byrjun árs. Í ljósi þess að verðbólga jókst um 50 punkta á milli mánaða í mars hafa greinendur sagt að mikil þörf sé á stýrivaxtahækkun í landinu til að draga úr einkaneyslu og halda í við verðbólgudrauginn. Aukin verðbólga kom peningamálastjórn Englandsbanka mjög á óvart og varð Mervyn King, seðlabankastjóri, að gera stjórnvöldum grein fyrir hækkuninni. Greinendur útiloka ekki að bankinn hækki stýrivexti frekar eða um allt að 50 punkta. Forsvarsmenn fyrirtækja taka í sama streng. Þeir vara hins vegar við 50 punkta hækkun og segja beinlínis hættulegt að hækka vextina svo mikið í einu. Slíkt geti haft slæm langtímaáhrif á afkomu fyrirtækja, þeirra sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Miklar líkur eru taldar á því að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta hið minnsta í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunarfundi Englandsbanka í byrjun maí. Verðbólga mælist nú 3,1 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Auk þessa stendur gengi breska pundsins í hámarki gagnvart bandaríkjadal en það hefur ekki verið hærra í 26 ár. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum og vísaði til þess að verðbólga hefði lækkað lítillega í byrjun árs. Í ljósi þess að verðbólga jókst um 50 punkta á milli mánaða í mars hafa greinendur sagt að mikil þörf sé á stýrivaxtahækkun í landinu til að draga úr einkaneyslu og halda í við verðbólgudrauginn. Aukin verðbólga kom peningamálastjórn Englandsbanka mjög á óvart og varð Mervyn King, seðlabankastjóri, að gera stjórnvöldum grein fyrir hækkuninni. Greinendur útiloka ekki að bankinn hækki stýrivexti frekar eða um allt að 50 punkta. Forsvarsmenn fyrirtækja taka í sama streng. Þeir vara hins vegar við 50 punkta hækkun og segja beinlínis hættulegt að hækka vextina svo mikið í einu. Slíkt geti haft slæm langtímaáhrif á afkomu fyrirtækja, þeirra sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf