Afkoma Coca Cola yfir væntingum 17. apríl 2007 15:18 Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola skilaði hagnaði upp á 1,26 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 82,4 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1,11 milljörðum dala, jafnvirði 72,6 milljörðum króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er 14 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn er fyrst og fremst kominn til vegna aukinnar sölu á vörum undir merkjum Coca Cola um allan heim að Bandaríkjunum undanskildum en þar dróst sala á vörum fyrirtækisins saman um þrjú prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Salan í heild hefur ekki verið með jafn góðu móti síðan árið 2002.Í afkomutölunum eru afskriftir hjá dótturfyrirtækjum Coca Cola á Filipseyjum og hagnaður vegna sölu á átöppunarverksmiðju í Brasilíu og öðrum eignum á Spáni. Tekjur fyrirtækisins námu 6,1 milljarði dala, jafnvirði 398,9 milljarða íslenskra króna á tímabilinu en það er 17 prósenta aukning frá sama tíma á síðasta ári. Þá er afkoman yfir væntingum greinenda á Wall Street sem spáðu því að tekjur gosdrykkjaframleiðandans myndu nema 5,63 milljörðum dala, 368,2 milljörðum íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola skilaði hagnaði upp á 1,26 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 82,4 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Til samanburðar nam hagnaðurinn 1,11 milljörðum dala, jafnvirði 72,6 milljörðum króna, á sama tíma í fyrra. Þetta er 14 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn er fyrst og fremst kominn til vegna aukinnar sölu á vörum undir merkjum Coca Cola um allan heim að Bandaríkjunum undanskildum en þar dróst sala á vörum fyrirtækisins saman um þrjú prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins. Salan í heild hefur ekki verið með jafn góðu móti síðan árið 2002.Í afkomutölunum eru afskriftir hjá dótturfyrirtækjum Coca Cola á Filipseyjum og hagnaður vegna sölu á átöppunarverksmiðju í Brasilíu og öðrum eignum á Spáni. Tekjur fyrirtækisins námu 6,1 milljarði dala, jafnvirði 398,9 milljarða íslenskra króna á tímabilinu en það er 17 prósenta aukning frá sama tíma á síðasta ári. Þá er afkoman yfir væntingum greinenda á Wall Street sem spáðu því að tekjur gosdrykkjaframleiðandans myndu nema 5,63 milljörðum dala, 368,2 milljörðum íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira